Margir vilja bæta lestrar- og ritfærni 4. desember 2006 06:45 Ekki vísbending um ritótta „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þann ritótta sem skólinn er sakaður um,“ segir Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hann og Elísabet Arnardóttir talmeinafræðingur stóðu að rannsókn á lestrar- og ritfærni Íslendinga. MYND/Anton Margir fullorðnir telja að þeir geti bætt lestrar- og ritfærni sína og hafa skoðun á því hvernig að því mætti standa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem lestrarpróf var lagt fyrir rúmlega þrjú hundruð þátttakendur víðs vegar í atvinnulífinu og tekið viðtal við þá. Hópurinn endurspeglaði menntunarstig þjóðarinnar. Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, stóð að rannsókninni ásamt Elísabetu Arnardóttur talmeinafræðingi. Guðmundur segir að góðir lesarar vilji auka lestrarhraða en slakari lesarar bæta lesskilning. „Það er spurning hvort þeir sem lesa minna og hafa meira fyrir því nýti lesturinn ekki jafn vel og hinir. Þeir vilja kannski ná meira út úr textanum frekar en að auka lestrarhraða. Margir vilja takast á við margs konar texta og svolítið er um að menn vilji læra að skrifa bréf," segir hann. Guðmundur segir að „svolítið af fólki" vilji „læra að semja sögur og ljóð. Það eru ótrúlega margir sem halda dagbók og þar eru konur í meirihluta. Nokkrir vilja nýta lesturinn til að hjálpa börnum við heimanámið og hjá þeim slakari í hópnum er áberandi að þeir vilja læra að lesa upphátt." Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna. Guðmundur segir að konur fari mun meira á bókasafn og hjálpi börnunum við heimanám. Aldur skiptir máli þegar lestrar- og ritvenjur eru skoðaðar og lestrarfærni er tengd aldri. Fleiri í elsta hópnum eru hæglæsir og hafa ekki sömu tök á lestri og yngra fólkið. „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þennan ritótta sem skólinn hefur verið sakaður um," segir Guðmundur. „Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að þjóðin er farin að skrifa og skrifar djöfulinn ráðalausan eins og sagt var í gamla daga. Hún skrifar og skrifar," segir Guðmundur og bendir á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið í lestri og ritun á tölvu, með bloggi á netinu, tölvupósti og sms-i. „Það hefur orðið gjörbylting og textarnir eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Getum við ekki nýtt þessa hvatningu sem skapast af nýrri tækni og samskiptum og farið að vinna öðruvísi með mál og málhegðun í skólanum," spyr hann. Tengdar fréttir Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Margir fullorðnir telja að þeir geti bætt lestrar- og ritfærni sína og hafa skoðun á því hvernig að því mætti standa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem lestrarpróf var lagt fyrir rúmlega þrjú hundruð þátttakendur víðs vegar í atvinnulífinu og tekið viðtal við þá. Hópurinn endurspeglaði menntunarstig þjóðarinnar. Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, stóð að rannsókninni ásamt Elísabetu Arnardóttur talmeinafræðingi. Guðmundur segir að góðir lesarar vilji auka lestrarhraða en slakari lesarar bæta lesskilning. „Það er spurning hvort þeir sem lesa minna og hafa meira fyrir því nýti lesturinn ekki jafn vel og hinir. Þeir vilja kannski ná meira út úr textanum frekar en að auka lestrarhraða. Margir vilja takast á við margs konar texta og svolítið er um að menn vilji læra að skrifa bréf," segir hann. Guðmundur segir að „svolítið af fólki" vilji „læra að semja sögur og ljóð. Það eru ótrúlega margir sem halda dagbók og þar eru konur í meirihluta. Nokkrir vilja nýta lesturinn til að hjálpa börnum við heimanámið og hjá þeim slakari í hópnum er áberandi að þeir vilja læra að lesa upphátt." Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna. Guðmundur segir að konur fari mun meira á bókasafn og hjálpi börnunum við heimanám. Aldur skiptir máli þegar lestrar- og ritvenjur eru skoðaðar og lestrarfærni er tengd aldri. Fleiri í elsta hópnum eru hæglæsir og hafa ekki sömu tök á lestri og yngra fólkið. „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þennan ritótta sem skólinn hefur verið sakaður um," segir Guðmundur. „Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að þjóðin er farin að skrifa og skrifar djöfulinn ráðalausan eins og sagt var í gamla daga. Hún skrifar og skrifar," segir Guðmundur og bendir á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið í lestri og ritun á tölvu, með bloggi á netinu, tölvupósti og sms-i. „Það hefur orðið gjörbylting og textarnir eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Getum við ekki nýtt þessa hvatningu sem skapast af nýrri tækni og samskiptum og farið að vinna öðruvísi með mál og málhegðun í skólanum," spyr hann.
Tengdar fréttir Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45