Margir vilja bæta lestrar- og ritfærni 4. desember 2006 06:45 Ekki vísbending um ritótta „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þann ritótta sem skólinn er sakaður um,“ segir Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands. Hann og Elísabet Arnardóttir talmeinafræðingur stóðu að rannsókn á lestrar- og ritfærni Íslendinga. MYND/Anton Margir fullorðnir telja að þeir geti bætt lestrar- og ritfærni sína og hafa skoðun á því hvernig að því mætti standa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem lestrarpróf var lagt fyrir rúmlega þrjú hundruð þátttakendur víðs vegar í atvinnulífinu og tekið viðtal við þá. Hópurinn endurspeglaði menntunarstig þjóðarinnar. Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, stóð að rannsókninni ásamt Elísabetu Arnardóttur talmeinafræðingi. Guðmundur segir að góðir lesarar vilji auka lestrarhraða en slakari lesarar bæta lesskilning. „Það er spurning hvort þeir sem lesa minna og hafa meira fyrir því nýti lesturinn ekki jafn vel og hinir. Þeir vilja kannski ná meira út úr textanum frekar en að auka lestrarhraða. Margir vilja takast á við margs konar texta og svolítið er um að menn vilji læra að skrifa bréf," segir hann. Guðmundur segir að „svolítið af fólki" vilji „læra að semja sögur og ljóð. Það eru ótrúlega margir sem halda dagbók og þar eru konur í meirihluta. Nokkrir vilja nýta lesturinn til að hjálpa börnum við heimanámið og hjá þeim slakari í hópnum er áberandi að þeir vilja læra að lesa upphátt." Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna. Guðmundur segir að konur fari mun meira á bókasafn og hjálpi börnunum við heimanám. Aldur skiptir máli þegar lestrar- og ritvenjur eru skoðaðar og lestrarfærni er tengd aldri. Fleiri í elsta hópnum eru hæglæsir og hafa ekki sömu tök á lestri og yngra fólkið. „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þennan ritótta sem skólinn hefur verið sakaður um," segir Guðmundur. „Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að þjóðin er farin að skrifa og skrifar djöfulinn ráðalausan eins og sagt var í gamla daga. Hún skrifar og skrifar," segir Guðmundur og bendir á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið í lestri og ritun á tölvu, með bloggi á netinu, tölvupósti og sms-i. „Það hefur orðið gjörbylting og textarnir eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Getum við ekki nýtt þessa hvatningu sem skapast af nýrri tækni og samskiptum og farið að vinna öðruvísi með mál og málhegðun í skólanum," spyr hann. Tengdar fréttir Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Margir fullorðnir telja að þeir geti bætt lestrar- og ritfærni sína og hafa skoðun á því hvernig að því mætti standa. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þar sem lestrarpróf var lagt fyrir rúmlega þrjú hundruð þátttakendur víðs vegar í atvinnulífinu og tekið viðtal við þá. Hópurinn endurspeglaði menntunarstig þjóðarinnar. Guðmundur B. Kristmundsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, stóð að rannsókninni ásamt Elísabetu Arnardóttur talmeinafræðingi. Guðmundur segir að góðir lesarar vilji auka lestrarhraða en slakari lesarar bæta lesskilning. „Það er spurning hvort þeir sem lesa minna og hafa meira fyrir því nýti lesturinn ekki jafn vel og hinir. Þeir vilja kannski ná meira út úr textanum frekar en að auka lestrarhraða. Margir vilja takast á við margs konar texta og svolítið er um að menn vilji læra að skrifa bréf," segir hann. Guðmundur segir að „svolítið af fólki" vilji „læra að semja sögur og ljóð. Það eru ótrúlega margir sem halda dagbók og þar eru konur í meirihluta. Nokkrir vilja nýta lesturinn til að hjálpa börnum við heimanámið og hjá þeim slakari í hópnum er áberandi að þeir vilja læra að lesa upphátt." Talsverður munur er á lestrar- og ritvenjum karla og kvenna. Guðmundur segir að konur fari mun meira á bókasafn og hjálpi börnunum við heimanám. Aldur skiptir máli þegar lestrar- og ritvenjur eru skoðaðar og lestrarfærni er tengd aldri. Fleiri í elsta hópnum eru hæglæsir og hafa ekki sömu tök á lestri og yngra fólkið. „Það er merkilegt hve ríkt er í fólki að skrifa og hvað margir, um níutíu prósent svarenda, telja sig geta skrifað minningargrein. Það er ekki vísbending um þennan ritótta sem skólinn hefur verið sakaður um," segir Guðmundur. „Sú þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum að þjóðin er farin að skrifa og skrifar djöfulinn ráðalausan eins og sagt var í gamla daga. Hún skrifar og skrifar," segir Guðmundur og bendir á að gríðarlegur vöxtur hafi orðið í lestri og ritun á tölvu, með bloggi á netinu, tölvupósti og sms-i. „Það hefur orðið gjörbylting og textarnir eru allt öðruvísi en við eigum að venjast. Getum við ekki nýtt þessa hvatningu sem skapast af nýrri tækni og samskiptum og farið að vinna öðruvísi með mál og málhegðun í skólanum," spyr hann.
Tengdar fréttir Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Telur að stórefla þurfi verð- eftirlit á matvörumarkaði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis óttast að matvöruverð hækki á næstu mánuðum og telur að stórefla þurfi eftirlit með verðlagningu matvara. Formaður SVÞ telur enga hættu á verðhækkun. 30. nóvember 2006 06:45