Íslensk erfðagreining kaupir Urði Verðandi Skuld 18. janúar 2006 13:28 Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein. Í tilkynningu frá ÍE segir að þúsundir íslenskra krabbameinssjúklinga og ættingja þeirra hafi tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS á krabbameinum og með kaupunum verði til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. "Það eru óvíða til jafn góðar skrár yfir krabbamein og á Íslandi, en slíkar skrár eru lykill að rannsóknum á erfðafræði krabbameina. Tveir stærstu aðilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi hafa nú tekið höndum saman og ég vona að það verði til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir enn frekar og auka möguleika okkar á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir þessa illvíga sjúkdóms," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er nú unnið að erfðarannsóknum á níu krabbameinum. Athyglisverðar niðurstöður hafa m.a. verið kynntar úr umfangsmikilli rannsókn á ættlægni allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi frá árinu1955. Í ljós kom að áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameina er aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina. Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa veitt leyfi til að samnýta gögn í krabbameinsrannsóknum UVS og ÍE. Tilgangur, markmið og skilmálar rannsóknanna verða óbreytt, svo og réttur þátttakenda og skuldbindingar rannsakenda gagnvart þeim. Þátttakendum í krabbameinsrannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS sem óska nánari upplýsinga er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna www.rannsokn.is Vefur Íslenskrar erfðagreiningar Vefur UVS Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Íslensk erfðagreining greindi í dag frá kaupum á líftæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld af Iceland Genomics Corporation Inc. Markmið kaupanna er að efla rannsóknir á erfðafræði krabbameina sem vonast er til að leiði til aukins skilnings á líffræðilegum orsökum þeirra og nýrra aðferða til að greina og meðhöndla krabbamein. Í tilkynningu frá ÍE segir að þúsundir íslenskra krabbameinssjúklinga og ættingja þeirra hafi tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS á krabbameinum og með kaupunum verði til ein öflugasta eining til rannsókna á erfðafræði krabbameina í heiminum í dag. UVS verður rekið sem dótturfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar og ábyrgðarlæknar rannsókna UVS og þær stofnanir sem hlut eiga að máli munu starfa áfram að framgangi þeirra. "Það eru óvíða til jafn góðar skrár yfir krabbamein og á Íslandi, en slíkar skrár eru lykill að rannsóknum á erfðafræði krabbameina. Tveir stærstu aðilarnir sem stunda erfðarannsóknir á krabbameinum á Íslandi hafa nú tekið höndum saman og ég vona að það verði til að efla íslenskar krabbameinsrannsóknir enn frekar og auka möguleika okkar á að öðlast innsýn í líffræðilegar orsakir þessa illvíga sjúkdóms," sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Íslensk erfðagreining greiðir kaupverðið, um 350 milljónir íslenskra króna, með hlutabréfum í deCODE genetics Inc. sem eru um eitt prósent af heildarfjölda hluta í deCODE. Brú Venture Capital hf. hafði umsjón með sölunni fyrir hönd seljenda. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er nú unnið að erfðarannsóknum á níu krabbameinum. Athyglisverðar niðurstöður hafa m.a. verið kynntar úr umfangsmikilli rannsókn á ættlægni allra krabbameina sem greinst hafa á Íslandi frá árinu1955. Í ljós kom að áhætta á mörgum mismunandi gerðum krabbameina er aukin hjá bæði náskyldum og fjarskyldum ættingjum krabbameinssjúklinga. UVS hefur unnið að Íslenska krabbameinsverkefninu frá árinu 1998 með þátttöku íslenskra lækna og heilbrigðisstofnana. Markmið þeirra rannsókna hefur verið að nota rannsóknir á sviði erfðafræði, líffræði og læknisfræði til að öðlast skilning á líffræðilegum orsökum krabbameina. Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hafa veitt leyfi til að samnýta gögn í krabbameinsrannsóknum UVS og ÍE. Tilgangur, markmið og skilmálar rannsóknanna verða óbreytt, svo og réttur þátttakenda og skuldbindingar rannsakenda gagnvart þeim. Þátttakendum í krabbameinsrannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og UVS sem óska nánari upplýsinga er bent á að hafa samband við Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna www.rannsokn.is Vefur Íslenskrar erfðagreiningar Vefur UVS
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira