Best að sitja sem fastast 25. janúar 2006 17:03 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. MYND/Vilhelm Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Gunnar Bragi Sveinsson, sem sæti á í miðstjórn Framsóknarflokksins og er sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, fer hörðum orðum um Kristinn H. Gunnarsson, þingmann Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Gunnar segir Kristinn hvítþvo sig af erfiðum málum en koma fram með geislabaug þegar eitthvað vinsælt sé í gangi. "Þetta skaðar flokkinn, þetta skaðar kjördæmið og við höfum ekkert við slíka þingmenn að gera." Kristinn segir Gunnar Braga löngum hafa gagnrýnt sig og því komi gagnrýnin ekki á óvart. En á hann samleið með Framsóknarflokknum? "Í þeim málum sem hefur skorist í odda hefur nú afstaða kjósenda og stuðningsmanna Framsóknarflokksins undantekningalaust verið sú sama og ég hef haft," segir Kristinn. Þessu er Gunnar Bragi ekki sammála. Hann segir málflutning Kristins vera þann sama nú og þegar Kristinn var þingmaður Alþýðubandalagsins, þetta megi auðveldlega sjá með því að bera saman greinar sem Kristinn hefur skrifað í gegnum tíðina og megi nálgast á vef Kristins. "Ég mótmæli því sem hann heldur fram að allir Framsóknarmenn séu sammála hans stefnu og skoðun, það er langt, langt frá því," segir Gunnar Bragi. Það er þó ólíklegt að Gunnari Braga verði að ósk sinni um að Kristinn láti af þingmennsku. "Ég held að besta svarið við svona kveðjum sé að sitja sem fastast," segir Kristinn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson segist ekki á þeim buxunum að segja af sér þingmennsku þrátt fyrir harða gagnrýni Gunnars Braga Sveinssonar, sveitarstjórnarmanns og miðstjórnarmanns í Framsóknarflokknum, sem segir réttast að Kristinn láti af þingmennsku. Gunnar Bragi Sveinsson, sem sæti á í miðstjórn Framsóknarflokksins og er sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, fer hörðum orðum um Kristinn H. Gunnarsson, þingmann Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Gunnar segir Kristinn hvítþvo sig af erfiðum málum en koma fram með geislabaug þegar eitthvað vinsælt sé í gangi. "Þetta skaðar flokkinn, þetta skaðar kjördæmið og við höfum ekkert við slíka þingmenn að gera." Kristinn segir Gunnar Braga löngum hafa gagnrýnt sig og því komi gagnrýnin ekki á óvart. En á hann samleið með Framsóknarflokknum? "Í þeim málum sem hefur skorist í odda hefur nú afstaða kjósenda og stuðningsmanna Framsóknarflokksins undantekningalaust verið sú sama og ég hef haft," segir Kristinn. Þessu er Gunnar Bragi ekki sammála. Hann segir málflutning Kristins vera þann sama nú og þegar Kristinn var þingmaður Alþýðubandalagsins, þetta megi auðveldlega sjá með því að bera saman greinar sem Kristinn hefur skrifað í gegnum tíðina og megi nálgast á vef Kristins. "Ég mótmæli því sem hann heldur fram að allir Framsóknarmenn séu sammála hans stefnu og skoðun, það er langt, langt frá því," segir Gunnar Bragi. Það er þó ólíklegt að Gunnari Braga verði að ósk sinni um að Kristinn láti af þingmennsku. "Ég held að besta svarið við svona kveðjum sé að sitja sem fastast," segir Kristinn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira