Mátti vart tæpara standa 12. júlí 2006 07:30 Gísli Kó 10 í togi Hér sést þegar björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason siglir inn innsiglinguna á Sandgerðishöfn með Gísla KÓ 10 í eftirdragi um tvöleytið í gær. MYND/Víkurfréttir/jón björn Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason var sendur af stað frá Grindavík eftir að tilkynning barst Landhelgisgæslunni um olíulausan bát á reki suðvestur af Reykjanesi. Að sögn Guðjóns Sigurðssonar, skipstjóra á björgunarbátnum, mátti vart tæpara standa því veður versnaði mjög. „Ef við hefðum verið seinna á ferðinni hefðu þeir jafnvel þurft að halda sjó," segir Guðjón. Vont veður og mikill öldugangur var á svæðinu og hafði verið þá fimm tíma sem liðu frá því að vélin drap á sér og björgunin barst, að sögn Sævars Baldvinssonar annars áhafnarmeðlims Gísla KÓ 10. Að sögn Sævars drapst á bátsvélinni um tvöleytið um nóttina. Í áhöfn bátsins auk Sævars, sem er 21 árs, var Hjörtur Guðmundsson 19 ára, en faðir þess síðarnefnda gerir bátinn út frá Kópavogi. Að sögn mannanna töldu þeir sig aldrei í hættu, þó að þeim hafi þeim þótt óþægileg tilfinning að reka stjórnlaust á bátnum. „Sævar lagði sig og ég beið eftir björgunarbátnum," segir Hjörtur, annar bátsmannanna. „Svo lagði ég mig á meðan við vorum dregnir í land, það var svo sem ekki neitt annað að gera." Þetta var fyrsti róður þeirra Sævars og Hjartar saman, en áður hafði Hjörtur róið einn á bátnum. Báturinn tekur sjö tonn af afla en hafði fiskað fjögur tonn af ufsa og þorski þegar bilunin kom upp. Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason var sendur af stað frá Grindavík eftir að tilkynning barst Landhelgisgæslunni um olíulausan bát á reki suðvestur af Reykjanesi. Að sögn Guðjóns Sigurðssonar, skipstjóra á björgunarbátnum, mátti vart tæpara standa því veður versnaði mjög. „Ef við hefðum verið seinna á ferðinni hefðu þeir jafnvel þurft að halda sjó," segir Guðjón. Vont veður og mikill öldugangur var á svæðinu og hafði verið þá fimm tíma sem liðu frá því að vélin drap á sér og björgunin barst, að sögn Sævars Baldvinssonar annars áhafnarmeðlims Gísla KÓ 10. Að sögn Sævars drapst á bátsvélinni um tvöleytið um nóttina. Í áhöfn bátsins auk Sævars, sem er 21 árs, var Hjörtur Guðmundsson 19 ára, en faðir þess síðarnefnda gerir bátinn út frá Kópavogi. Að sögn mannanna töldu þeir sig aldrei í hættu, þó að þeim hafi þeim þótt óþægileg tilfinning að reka stjórnlaust á bátnum. „Sævar lagði sig og ég beið eftir björgunarbátnum," segir Hjörtur, annar bátsmannanna. „Svo lagði ég mig á meðan við vorum dregnir í land, það var svo sem ekki neitt annað að gera." Þetta var fyrsti róður þeirra Sævars og Hjartar saman, en áður hafði Hjörtur róið einn á bátnum. Báturinn tekur sjö tonn af afla en hafði fiskað fjögur tonn af ufsa og þorski þegar bilunin kom upp.
Innlent Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira