Nico Muhly - Speaks Volumes 24. ágúst 2006 18:30 Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York. Nico Muhly útskrifaðist frá tónsmíðadeild Juilliard og hefur þegar á 25. aldursári vakið mikla athygli þeirra sem hafa fingur á púlsi ný-klssískrar tónlistar, en verk hans eru flutt reglulega beggja vegna Atlantshafsins. Speaks Volumes er unnin í nánu samstarfi við Valgeir Sigurðsson og er jafnframt fyrsta útgáfan undir nýstofnuðu merki hans Bedroom Community, en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Valgeir vann að plötu Bjarkar, Medúlla, í New York. Nico var þá fenginn til að leika á píanó og aðstoðaði hann síðar við útsetningar á tónlistinni í kvikmyndinni Drawing Restraint 9 - og sú hugmynd kviknaði fljótlega að vinna saman að hljómplötu með verkum Nicos. Þá fékk Valgeir Nico einnig til liðs við sig við strengjaútsetningar fyrir væntanlega plötu Bonnie 'Prince' Billy, sem hann stjórnaði upptökum á fyrir skemmstu. Nico hefur síðust ár unnið náið með hinu þekkta bandaríska tónskáldi Philip Glass, sem útsetjari kvikmynda- og sviðstónlistar, auk þess að hafa skrifað útsetningar fyrir Antony (úr Antony and the Johnssons), en Antony er einn þeirra flytjenda sem leggja Nico lið á Speaks Volumes. Af framangreindu má merkja að tónlist Nico Muhly hefur breiða skýrskotun en Speaks Volumes skartar 7 kammer verkum sem byggja oft á einu lykilhljóðfæri (selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett, lágfiðla..) og Valgeir og Nico nýta sér óravíddir hljóðvers-tækninnar til að varpa nýju ljósi á hljóðheim þessara hefðbundnu hljóðfæra, þar sem áhersla er lögð á óvenju mikla 'nálægð' hljómsins. Þannig hefst platan á "Clear Music", verki sem skrifað er fyrir selló- studdu af hörpu og selestu, en loka verkið "Keep In Touch" er einskonar dúett fyrir lágfiðlu og einstaka rödd Antonys, umvafinn veigamiklum undirleik . Þrátt fyrir að Nico vinni tónsmíðar sínar á hefðbundinn máta, (með blaði og penna) eru verkin á Speaks Volumes ekki endilega skrifuð eða unnin útfrá því að hægt sé að flytja þau á tónleikum líkt og um nítjándu aldar klassík væri að ræða, en nokkur hafa þó verið flutt nú þegar í New York við góðan orðstír og er stefnan tekin á tónleika í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðar á árinu. Lífið Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Ný íslensk hljómplötuútgáfa, Bedroom Community gefur út sína fyrstu afurð, plötuna Speaks Volumes eftir Bandaríska tónskáldið Nico Muhly sem búsettur er í New York. Nico Muhly útskrifaðist frá tónsmíðadeild Juilliard og hefur þegar á 25. aldursári vakið mikla athygli þeirra sem hafa fingur á púlsi ný-klssískrar tónlistar, en verk hans eru flutt reglulega beggja vegna Atlantshafsins. Speaks Volumes er unnin í nánu samstarfi við Valgeir Sigurðsson og er jafnframt fyrsta útgáfan undir nýstofnuðu merki hans Bedroom Community, en leiðir þeirra lágu fyrst saman þegar Valgeir vann að plötu Bjarkar, Medúlla, í New York. Nico var þá fenginn til að leika á píanó og aðstoðaði hann síðar við útsetningar á tónlistinni í kvikmyndinni Drawing Restraint 9 - og sú hugmynd kviknaði fljótlega að vinna saman að hljómplötu með verkum Nicos. Þá fékk Valgeir Nico einnig til liðs við sig við strengjaútsetningar fyrir væntanlega plötu Bonnie 'Prince' Billy, sem hann stjórnaði upptökum á fyrir skemmstu. Nico hefur síðust ár unnið náið með hinu þekkta bandaríska tónskáldi Philip Glass, sem útsetjari kvikmynda- og sviðstónlistar, auk þess að hafa skrifað útsetningar fyrir Antony (úr Antony and the Johnssons), en Antony er einn þeirra flytjenda sem leggja Nico lið á Speaks Volumes. Af framangreindu má merkja að tónlist Nico Muhly hefur breiða skýrskotun en Speaks Volumes skartar 7 kammer verkum sem byggja oft á einu lykilhljóðfæri (selló, marimba, píanó, fiðla, klarínett, lágfiðla..) og Valgeir og Nico nýta sér óravíddir hljóðvers-tækninnar til að varpa nýju ljósi á hljóðheim þessara hefðbundnu hljóðfæra, þar sem áhersla er lögð á óvenju mikla 'nálægð' hljómsins. Þannig hefst platan á "Clear Music", verki sem skrifað er fyrir selló- studdu af hörpu og selestu, en loka verkið "Keep In Touch" er einskonar dúett fyrir lágfiðlu og einstaka rödd Antonys, umvafinn veigamiklum undirleik . Þrátt fyrir að Nico vinni tónsmíðar sínar á hefðbundinn máta, (með blaði og penna) eru verkin á Speaks Volumes ekki endilega skrifuð eða unnin útfrá því að hægt sé að flytja þau á tónleikum líkt og um nítjándu aldar klassík væri að ræða, en nokkur hafa þó verið flutt nú þegar í New York við góðan orðstír og er stefnan tekin á tónleika í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina síðar á árinu.
Lífið Menning Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög