Lífið kallar 24. ágúst 2006 15:30 Bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney kemur fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngur fimm sönglög eftir Grieg. FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, "Lífið kallar" en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar og þeir fyrstu verða helgaðir verkefninu "Lífið kallar." "FL Group hefur að þessu sinni ákveðið að leggja málefnum barna og unglinga sérstakt lið. Framtíð lands og þjóðar verður í höndum þeirra barna og unglinga sem nú alast upp. Því ber okkur skylda að huga að velferð þeirra og veita þeim stuðning til að njóta hæfileika sinna á sem flestum sviðum. Það er því mjög ánægjulegt að fyrstu styrktartónleikarnir séu haldnir til að styðja með markvissum hætti verkefnið "Lífið kallar". Það er von okkar að sem flestir landsmenn sjái sér fært að leggja þessu góða málefni lið", segir Smári S. Sigurðsson, stjórnarmaður í FL Group, sem hefur unnið að undirbúningi styrktartónleikana fyrir hönd félagsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því einnig að geta látið meira til sín taka í samfélaginu og nú á þann hátt að leggja jafn brýnu málefni lið. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 17.00 laugardaginn 9. september, mun bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney koma fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngja fimm sönglög eftir Grieg. Á efnisskránni verða einnig Roman Carnival eftir Hector Berlioz og ævintýrið um Scheherazade eftir Nicolai Rimsky-Korsakov. Barbara Bonney er í hópi eftirsóttustu söngkvenna heimsins og koma hennar hingað til lands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda og glæsileg byrjun á starfsárinu. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en þeim sem ekki eiga heimangengt á umræddum degi er bent á að þeir geta lagt málefninu lið með frjálsum framlögum inn á bankareikning: 0101-26-600600, kt 601273-0129 Miðasala hefst fimmtudaginn 24. ágúst á vef Sinfóníuhljómsveitar Ísands: sinfonia.is Lífið Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
FL-Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands, efna til styrktartónleika þann 9. september næstkomandi í Háskólabíói. Ágóði tónleikanna ásamt söfnunarfé mun renna til átaksverkefnis Barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans Háskólasjúkrahúss, "Lífið kallar" en markmið þess er að styrkja fjölskyldur barna og unglinga sem eiga við andlega erfiðleika að etja. Sérstök áhersla verður lögð á aðstoð við mótun nýrrar lífssýnar í bráðameðferð og ekki síst að henni lokinni, þar sem inntakið er lífsgleði. FL Group hefur markað þá stefnu að styðja verkefni er lúta að mannúð og menningu. Fyrr á þessu ári gerðu FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands með sér samstarfssamning til næstu fjögurra ára og er þar um veglegt framlag að ræða til menningar. Einn þáttur samstarfsins eru árlegir styrktartónleikar og þeir fyrstu verða helgaðir verkefninu "Lífið kallar." "FL Group hefur að þessu sinni ákveðið að leggja málefnum barna og unglinga sérstakt lið. Framtíð lands og þjóðar verður í höndum þeirra barna og unglinga sem nú alast upp. Því ber okkur skylda að huga að velferð þeirra og veita þeim stuðning til að njóta hæfileika sinna á sem flestum sviðum. Það er því mjög ánægjulegt að fyrstu styrktartónleikarnir séu haldnir til að styðja með markvissum hætti verkefnið "Lífið kallar". Það er von okkar að sem flestir landsmenn sjái sér fært að leggja þessu góða málefni lið", segir Smári S. Sigurðsson, stjórnarmaður í FL Group, sem hefur unnið að undirbúningi styrktartónleikana fyrir hönd félagsins. Sinfóníuhljómsveit Íslands fagnar því einnig að geta látið meira til sín taka í samfélaginu og nú á þann hátt að leggja jafn brýnu málefni lið. Á tónleikunum, sem hefjast klukkan 17.00 laugardaginn 9. september, mun bandaríska sópransöngkonan Barbara Bonney koma fram með hljómsveitinni undir stjórn aðalhljómsveitarstjóra hennar, Rumon Gamba og syngja fimm sönglög eftir Grieg. Á efnisskránni verða einnig Roman Carnival eftir Hector Berlioz og ævintýrið um Scheherazade eftir Nicolai Rimsky-Korsakov. Barbara Bonney er í hópi eftirsóttustu söngkvenna heimsins og koma hennar hingað til lands er hvalreki á fjörur tónlistarunnenda og glæsileg byrjun á starfsárinu. Verði aðgöngumiða er stillt í hóf en þeim sem ekki eiga heimangengt á umræddum degi er bent á að þeir geta lagt málefninu lið með frjálsum framlögum inn á bankareikning: 0101-26-600600, kt 601273-0129 Miðasala hefst fimmtudaginn 24. ágúst á vef Sinfóníuhljómsveitar Ísands: sinfonia.is
Lífið Menning Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira