Sýningin "Magn er gæði" 15. júní 2006 18:00 Myndhöggvarafélagið í Reykjavík opnar laugardaginn 17. júní kl:15:00 sýninguna "Magn er Gæði" þar sem 48 félagar sýna postulínsverk. Þarna gefst listunnendum fágætt tækifæri til að sjá ýmsa okkar helstu samtímalistamanna vinna með sama efnið en samt með sínum eigin persónulega stíl. Sýningin er í Nýlistasafninu, Laugarvegi 26 (gengið inn frá Grettisgötu). Steingrímur Eyfjörð, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári og hefur átt stóran hlut í skipulagningu þessarar sýningar segir ; " Þegar við hugsum um efnið postulín, þá verðum við strax vör við þá tilfinningu að það tilheyri heimi nytja- og skrauthluta. Þeir sem nota það eru leirkerasmiðir og fyrirtæki sem sérhæfa sig í skrautmunum og búsáhöldum. Daglegt líf er stór þáttur í merkingu og hlutverki þessa efnis. Hugmyndin með að fá listamenn til að vinna með postulín, er tilraun til að gefa efninu og hlutverki þess aðra merkingu og möguleika. Efnistök og fagurfræðileg nálgun gildir einu, vegna þess að tilraunin sem slík leysir upp hlutverk efnisins og réttlætir gildi sýningarinnar. Gildið felst í magninu en ekki gæðum verkanna, en ef hægt er að tala um gæði þá er það mismunandi tilraunir með hlutverk efnisins en ekki fáguð efnisnotkun. Á einhven hátt sjáum við afrakstur á því stigi, þegar tilraun mun leiða að öðrum verkum í ófyrirséðu samhengi. Gestir sýningarinnar fá að skyggnast inn í heim þreifinga og tilrauna, áður en raunveruleg skref eru tekin með meðhöndlun þessa næstum dogmatíska efnis. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík á rætur sínar í svonefndum Útisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum, en var formlega stofnað 1972. Félagið hefur löngum verið virkt í sýningarhaldi bæði innan dyra sem utan, í Reykjavík en einnig úti á landi og m.a. verið þáttakandi í Listahátíð í Reykjavík og Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Félagið hefur átt frumkvæði að sýningunum List um landið, Strandlengjan I og II, Firma ´99 auk fjölda annarra útisýninga víða um land og erlendis. Þá tekur félagið um þessar mundir þátt í alþjóðlegu listverkefni, Site Ations Sense in Place. Af því tilefni er hægt að skoða útilistaverk í Viðey, kynningu á verkefninu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og sýningu nemenda í Austurbæjarskóla í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi. Helstu verkefni félagsins, utan sýningarhalds, hafa snúið að vinnuaðstöðu og starfsskilyrðum myndhöggvara. Fyrstu tvo áratugina var félagið með aðstöðu á Korpúlfsstöðum og byggði þar upp öflugt starf sem setti mikið svipmót á myndlistarlífið í landinu. Árið 1993 gerði félagið leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af Nýlendugötu 15 og rekur þar verkstæði og vinnustofur. Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags frá kl:13:00 - 17:00 og stendur til 9. júlí. Öll verkin á sýningunni eru til sölu hjá listamönnunum. Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Myndhöggvarafélagið í Reykjavík opnar laugardaginn 17. júní kl:15:00 sýninguna "Magn er Gæði" þar sem 48 félagar sýna postulínsverk. Þarna gefst listunnendum fágætt tækifæri til að sjá ýmsa okkar helstu samtímalistamanna vinna með sama efnið en samt með sínum eigin persónulega stíl. Sýningin er í Nýlistasafninu, Laugarvegi 26 (gengið inn frá Grettisgötu). Steingrímur Eyfjörð, sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum á næsta ári og hefur átt stóran hlut í skipulagningu þessarar sýningar segir ; " Þegar við hugsum um efnið postulín, þá verðum við strax vör við þá tilfinningu að það tilheyri heimi nytja- og skrauthluta. Þeir sem nota það eru leirkerasmiðir og fyrirtæki sem sérhæfa sig í skrautmunum og búsáhöldum. Daglegt líf er stór þáttur í merkingu og hlutverki þessa efnis. Hugmyndin með að fá listamenn til að vinna með postulín, er tilraun til að gefa efninu og hlutverki þess aðra merkingu og möguleika. Efnistök og fagurfræðileg nálgun gildir einu, vegna þess að tilraunin sem slík leysir upp hlutverk efnisins og réttlætir gildi sýningarinnar. Gildið felst í magninu en ekki gæðum verkanna, en ef hægt er að tala um gæði þá er það mismunandi tilraunir með hlutverk efnisins en ekki fáguð efnisnotkun. Á einhven hátt sjáum við afrakstur á því stigi, þegar tilraun mun leiða að öðrum verkum í ófyrirséðu samhengi. Gestir sýningarinnar fá að skyggnast inn í heim þreifinga og tilrauna, áður en raunveruleg skref eru tekin með meðhöndlun þessa næstum dogmatíska efnis. Myndhöggvarafélagið í Reykjavík á rætur sínar í svonefndum Útisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum, en var formlega stofnað 1972. Félagið hefur löngum verið virkt í sýningarhaldi bæði innan dyra sem utan, í Reykjavík en einnig úti á landi og m.a. verið þáttakandi í Listahátíð í Reykjavík og Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Félagið hefur átt frumkvæði að sýningunum List um landið, Strandlengjan I og II, Firma ´99 auk fjölda annarra útisýninga víða um land og erlendis. Þá tekur félagið um þessar mundir þátt í alþjóðlegu listverkefni, Site Ations Sense in Place. Af því tilefni er hægt að skoða útilistaverk í Viðey, kynningu á verkefninu í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og sýningu nemenda í Austurbæjarskóla í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi. Helstu verkefni félagsins, utan sýningarhalds, hafa snúið að vinnuaðstöðu og starfsskilyrðum myndhöggvara. Fyrstu tvo áratugina var félagið með aðstöðu á Korpúlfsstöðum og byggði þar upp öflugt starf sem setti mikið svipmót á myndlistarlífið í landinu. Árið 1993 gerði félagið leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af Nýlendugötu 15 og rekur þar verkstæði og vinnustofur. Sýningin er opin frá miðvikudegi til sunnudags frá kl:13:00 - 17:00 og stendur til 9. júlí. Öll verkin á sýningunni eru til sölu hjá listamönnunum.
Lífið Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira