Mannakorn með jóladisk 21. nóvember 2006 15:15 Mannakorn gefur frá sér hugljúfa jólaplötu fyrir jólin. Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Einnig: 26. nóv kl. 16.00 í Dalvíkurkirkju 29. nóv kl. 20.00 í Selfosskirkju 30. nóv kl. 20.00 í Bústaðarkirkju Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500. Hljómsveitina skipa Maggi og Pálmi ásamt góðum gestum. Á disknum eru sígildar jólaperlur, þar á meðal lagið Gleði og friðarjól sem vann huga og hjörtu landsmanna þegar það kom út fyrir 20 árum. Hugljúf jólastemmning svífur yfir vötnum þessa fallega disks. Einvalalið hljóðfæraleikara kemur við sögu á Jólum með Mannakornum. Agnar Már Magnússon spilar á píanó og Hammond-orgel. Pálmi plokkar auðvitað bassann og syngur og Magnús Eiríksson syngur og leikur á gítar og munnhörpu. Gunnlaugur Briem sér um trommuleik. Auk þess á Óskar Guðjónsson fína spretti á sópransaxófón. Til að skreyta diskinn enn frekar hafa þeir félagar fengið til liðs við sig hina efnilegu söngkonu Hrund Ósk Árnadóttur sem syngur jólalögin með djassblúsuðu ívafi. Fjölskyldu stemmningin er heldur ekki langt undan því gestasöngvarar á disknum eru systkinin Sigurður og Ragnheiður Helga Pálmabörn. Lífið Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í tilefni af útkomu disksins JÓL MEÐ MANNAKORNUM efnir Sögur útgáfa til tónleika í nokkrum kirkjum víðsvegar um landið. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju 23.nóvember kl. 20.00. Einnig: 26. nóv kl. 16.00 í Dalvíkurkirkju 29. nóv kl. 20.00 í Selfosskirkju 30. nóv kl. 20.00 í Bústaðarkirkju Miðaverð á tónleikana er kr. 2.500. Hljómsveitina skipa Maggi og Pálmi ásamt góðum gestum. Á disknum eru sígildar jólaperlur, þar á meðal lagið Gleði og friðarjól sem vann huga og hjörtu landsmanna þegar það kom út fyrir 20 árum. Hugljúf jólastemmning svífur yfir vötnum þessa fallega disks. Einvalalið hljóðfæraleikara kemur við sögu á Jólum með Mannakornum. Agnar Már Magnússon spilar á píanó og Hammond-orgel. Pálmi plokkar auðvitað bassann og syngur og Magnús Eiríksson syngur og leikur á gítar og munnhörpu. Gunnlaugur Briem sér um trommuleik. Auk þess á Óskar Guðjónsson fína spretti á sópransaxófón. Til að skreyta diskinn enn frekar hafa þeir félagar fengið til liðs við sig hina efnilegu söngkonu Hrund Ósk Árnadóttur sem syngur jólalögin með djassblúsuðu ívafi. Fjölskyldu stemmningin er heldur ekki langt undan því gestasöngvarar á disknum eru systkinin Sigurður og Ragnheiður Helga Pálmabörn.
Lífið Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira