Glæsilegasti menntamálaráðherra í heiminum? 29. september 2006 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir heillaði Jón Ársæl við gerð þáttarins, en hann fór með henni um víðan völl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10. Lífið Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra verður næsti gestur Jón Ársæls í Sjálfstæðu fólki sem nú hefur hafið göngu sína sjötta árið í röð. Þátturinn hefur eins og kunnugt er hlotið Edduverðlaunin þrjú síðastliðin ár sem besti sjónvarpsþátturinn í íslensku sjónvarpi auk þess að hafa verið tilnefndur til verðlaunanna í alls fimm skipti. "Hún er skarpgreind og stórskemmtileg auk þess að vera lang glæsilegasti menntamálaráðherrann í heiminum í dag. Ef allir stjórnmálamenn okkar væru eins og Þorgerður Katrín væri ég fyrir löngu búinn að gefa kost á mér í framboð," segir Jón Ársæll. "Það er búið að vera einkar skemmtilegt að fylgjast með Þorgerði Katrínu", heldur Jón Ársæll áfram. "Hún kemur með ferskan andblæ sunnan úr Hafnarfirði inn í þá undarlegtu tík, pólitíkina. Hún er valkyrja, menntuð í stjórnmálafræði auk þess að vera lögmaður, fæddur leiðtogi og hefur einkar skemmtilega nærveru. Hún fær einkunnina fimmtán af tíu mögulegu." Við fylgjumst með ráðherra og spyrjum þá sem þekkja til Þorgerðar Katrínar um kosti hennar og lesti. Ræðum meðal annars við eiginmann hennar Kristján Arason handboltakappa og einn af stjórnendum KB banka. Faðir ráðherrans kemur einnig við sögu en það er, eins og kunnugt er, enginn annar en Gunnar Eyjólfsson leikari og skátahöfðingi. Við fylgjumst með ráðherranum að störfum bæði hér heima og alla leið austur í Kína þar sem hún heimsótti nýlega ráðamenn. Við erum líka boðin í kjötsúpu suður í Hafnarfjörð sem faðir ráðherrans eldar með tilþrifum á ógleymanlegan hátt. Ráðherra í blíðu og stríðu næsta sunnudagskvöld, strax eftir mjaltir. Sjálfstætt fólk hefur einn allra þátta verið alls þrisvar sinnum útnefndur Sjónvarpsþáttur ársins á Edduverðlaunahátíð, árið 2003, 2004 og nú síðast árið 2005. Jón Ársæll Þórðarson heldur uppteknum hætti og leitar uppi forvitnilegt fólk á öllum aldri, ræðir við það af sinni einskæru hlýju og nærgætni og tekst öðrum fremur að draga upp nýja og áður óþekkta mynd af landskunnum Íslendingum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2, sunnudaginn 1. október kl. 20. Þátturinn er endursýndur á laugardögum kl. 17:10.
Lífið Menning Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira