Ökumaður á svörtum BMW stakk af 15. nóvember 2006 06:45 Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu. Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira
Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu.
Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Handtekinn eftir slagsmál á Laugarvegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Sjá meira