Samninganefndir launanefndar sveitarfélaganna og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna funda í Karphúsinu nú klukkan eitt um kjaramál síðarnefnda hópsins, en eins og greint hefur verið frá höfnuðu slökkviliðs- sjúkraflutningamenn tilboði launanefndarinnar um 24 prósenta launahækkun fyrir helgi. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segist líta svo á að það sé í höndum launanefndarinnar að koma fram með nýtt samningstilboð. Ef það reynist ekki nógu gott muni samninganefndin leggja fram fullmótaðan samning sem leitast verði eftir að fá samþykktan.
