Kristinn H. vill í ritaraembættið 14. ágúst 2006 13:58 Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. Í yfirlýsingu sem Kristinn sendi frá sér segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hafi Kristinn öðlast reynslu sem hann segist telja að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er.Yfirlýsing Kristins H. Gunnarssonar: Á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi verður kosin ný forysta. Ritari er einn af þremur kjörnum forystumönnum flokksins og fer auk þess með forystu í innra starfi hans með því að leiða landstjórn Framsóknarflokksins, sem mótar stefnuna um innra starfið. Að vel athuguðu máli hef ég ákveðið að bjóða mig fram og sækjast eftir kjöri í ritarastarfið. Vænlegasta leiðin til þess að snúa vörn í sókn liggur í gegnum innra starf flokksins með virkri þátttöku hins almenna félagsmanns bæði í málefnaáherslum og við val á forystumönnum og frambjóðendum. Í Framsóknarflokknum eru um 10 þúsund félagsmenn og miklir sóknarmöguleikar eru fólgnir í því að nýta vilja og virkni hvers þeirra. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hef ég öðlast reynslu sem ég tel að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er. Ég legg áherslu á að Framsóknarflokkurinn er umbótasinnaður félagshyggjuflokkur sem starfar undir kjörorðinu manngildi ofar auðgildi og setur almenna hagsmuni ofar sérhagsmunum. Hófs þarf að gæta í markaðs- og einkavæðingu, jafna á lífskjör og gæta að tekjudreifingunni í þjóðfélaginu. Sýna áherslur flokksins á manngildið með áherslum á velferðarmál fremur en skattalækkun. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið. Í yfirlýsingu sem Kristinn sendi frá sér segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin að vel athuguðu máli. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hafi Kristinn öðlast reynslu sem hann segist telja að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er.Yfirlýsing Kristins H. Gunnarssonar: Á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi verður kosin ný forysta. Ritari er einn af þremur kjörnum forystumönnum flokksins og fer auk þess með forystu í innra starfi hans með því að leiða landstjórn Framsóknarflokksins, sem mótar stefnuna um innra starfið. Að vel athuguðu máli hef ég ákveðið að bjóða mig fram og sækjast eftir kjöri í ritarastarfið. Vænlegasta leiðin til þess að snúa vörn í sókn liggur í gegnum innra starf flokksins með virkri þátttöku hins almenna félagsmanns bæði í málefnaáherslum og við val á forystumönnum og frambjóðendum. Í Framsóknarflokknum eru um 10 þúsund félagsmenn og miklir sóknarmöguleikar eru fólgnir í því að nýta vilja og virkni hvers þeirra. Eftir langt starf innan stjórnmálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjórn og á Alþingi hef ég öðlast reynslu sem ég tel að geti orðið gagnleg í því starfi sem framundan er. Ég legg áherslu á að Framsóknarflokkurinn er umbótasinnaður félagshyggjuflokkur sem starfar undir kjörorðinu manngildi ofar auðgildi og setur almenna hagsmuni ofar sérhagsmunum. Hófs þarf að gæta í markaðs- og einkavæðingu, jafna á lífskjör og gæta að tekjudreifingunni í þjóðfélaginu. Sýna áherslur flokksins á manngildið með áherslum á velferðarmál fremur en skattalækkun.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira