Gengi krónunnar og hlutabréf lækkuðu vegna lækkaðs lánshæfismats ríkissjóðs 22. desember 2006 18:48 Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum.Það virtist ekki breyta neinu þótt annað matsfyrirtæki, Moodys, hefðu nokkrum dögum áður tilkynnt um óbreytt lánshæfissmat.Geir H. Haarde segir þetta óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að Moodys sé fyrir nokkrum dögum búið að staðfesta sitt mat og gefi ríkissjóði hæstu einkunn. Hann segir það ekki réttan dóm að kalla fjárlögin þensluhvetjandi og minnir á að Moodys gefi hæstu einkunn vegna þess hve staða ríkisfjármála sé sterk. Afgangur sé á ríkissjóði samkvæmt fjárlögum upp á 9 milljarða króna, sem einhverntímann hefði þótt gott.Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segist ekki hress yfir matinu og að menn hefðu gjarnan viljað vera lausir við það. Nýja lánshæfismatið muni þó ekki valda ríkissjóði vandræðum vegna lítillar lánsfjárþarfar hans. Hann segir að áhrifin verði hinsvegar meiri á markaðinn og á stöðu krónunnar og þarmeð á verðbólgu. Hann óttast þó ekki að krónan haldi áfram að lækka því hún sé nú nærri sögulegu jafnvægi, ólíkt því þegar hún féll í vor. Davíð sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að matsfyrirtækið Standard & Poor's sé iðið við að breyta lánshæfismatinu til hækkunar og lækkunar og ekki nærri því eins stabílt og Moody´s sem hélt sínu lánshæfismati óbreyttu. Davíð sagði að samkvæmt nýju einkunn Standard & Poor's væri Ísland með sömu einkunn og Ítalía. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Gengi íslensku krónunnar lækkaði um tæp þrjú prósent í dag og hlutabréf í Kauphöll Íslands lækkuðu um tæp tvö prósent eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um leið og það gagnrýndi þensluhvetjandi kosningafjárlög. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir þetta rangan dóm yfir fjárlögunum.Það virtist ekki breyta neinu þótt annað matsfyrirtæki, Moodys, hefðu nokkrum dögum áður tilkynnt um óbreytt lánshæfissmat.Geir H. Haarde segir þetta óheppilegt og óvænt, sérstaklega í ljósi þess að Moodys sé fyrir nokkrum dögum búið að staðfesta sitt mat og gefi ríkissjóði hæstu einkunn. Hann segir það ekki réttan dóm að kalla fjárlögin þensluhvetjandi og minnir á að Moodys gefi hæstu einkunn vegna þess hve staða ríkisfjármála sé sterk. Afgangur sé á ríkissjóði samkvæmt fjárlögum upp á 9 milljarða króna, sem einhverntímann hefði þótt gott.Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segist ekki hress yfir matinu og að menn hefðu gjarnan viljað vera lausir við það. Nýja lánshæfismatið muni þó ekki valda ríkissjóði vandræðum vegna lítillar lánsfjárþarfar hans. Hann segir að áhrifin verði hinsvegar meiri á markaðinn og á stöðu krónunnar og þarmeð á verðbólgu. Hann óttast þó ekki að krónan haldi áfram að lækka því hún sé nú nærri sögulegu jafnvægi, ólíkt því þegar hún féll í vor. Davíð sagði í samtali við fréttastofuna í dag, að matsfyrirtækið Standard & Poor's sé iðið við að breyta lánshæfismatinu til hækkunar og lækkunar og ekki nærri því eins stabílt og Moody´s sem hélt sínu lánshæfismati óbreyttu. Davíð sagði að samkvæmt nýju einkunn Standard & Poor's væri Ísland með sömu einkunn og Ítalía.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira