Lagabreyting rökstudd með lögbrotum 29. desember 2006 18:30 Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira
Íslensku flugfélögin hafa á undanförnum árum svikist um að greiða hunduð milljóna króna í skattgreiðslur vegna leigu á flugvélum erlendis frá. Nú þegar Alþingi breytti lögum um áramót, meðal annnars vegna þessa, er sú breyting rökstudd með vísan til skattsvikana, það er að skatturinn hafi hvort eð er aldrei skilað krónu í ríkiskassann. Þegar Alþingi afgreiddi fyrir jól lagabálk um breytingu á lögum um tekjuskatt beindust augu allra að breytingum sem snéru að einstaklingum. Engin umræða varð um fyrstu grein frumvarpsins - enda sakleysisleg málsgrein sem virtist enga sérstaka þýðingu hafa. En það eru miklir hagsmunir að baki. Til þessa hafa sem sagt verið í gildi lög sem segja að þegar flugfélög leigja flugvélar erlendis frá beri þeim að borga 15% skatt af leigunni. Eignarhald á flugvélum íslensku flugfélaganna hefur smám saman verið fært til erlendra félaga. Til dæmis eru flugvélar Icelandair í eigu fyrirtækja skráð á Cayman eyjum og í Ástralíu. Það voru því mikil leiguviðskipti þarna milli landa og nokkuð víst að ef menn hefðu farið að lögum ættu flugfélögin að hafa borgað hundruð milljónir króna í ríkissjóð. En það var ekki gert. Nú þegar Árni Matthiesen, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu um að fella þennan skatt niður sagði hann að breytingin skipti engu máli fyrir ríkissjóð - þessi skattur hefði engu skilað. Sama röksemd er sett fram sem röksemd í athugasemd með frumvarpinu. Tillaga um þessa brfeytingu er unnin í fjármálaráðuneytinu og kemur svo til efnahags- og viðskiptanefndar. Pétur Blöndal formaður hennar staðfestir að þessi grein hafi ekki fengið mikla umræðu - þetta hafi verið kynnt nefndinni sem tæknileg breyting. Hann telur þó að breytingin hafi verið réttmæt og telur að skatturinn hafi verið óréttmætur. Hann telur einnig að nauðsynlegt hafi verið að breyta lögunum því annars væri hætta á að hluti flugrekstrarins flyttist úr landi. Aðspurður hvort hann teldi að í þessu fælist þau skilaboð til skattsvikara að löggjafinn myndi aðlaga lög að þeirra undanskotum sagðist hann ekki telja þarna skattsvik á ferðinni. Fréttastofa hefur heimildir fyirir því að a.m.k. talsmenn Icelandair hafi haft fulla vitneskju um að þeim væri skylt að borga þennan skatt, enda verið í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um að fá þennan skatt felldan niður. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að allavega fulltrúar Icelandair hafi verið í við
Fréttir Innlent Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir „Aumingjaleg“ lækkun Seðlabankans Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Sjá meira