Ójöfnuðurinn hefur skaðað samfélagið 6. október 2006 06:15 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Segir ríkisstjórnina hafa verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði. MYND/Anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um. Innlent Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það óyggjandi staðreynd að ríkisstjórnin hafi á síðasta áratug stundað linnulausan hernað gegn jöfnuði. Í umræðum á Alþingi í gær sagði Ingibjörg Ísland hafa færst úr hópi ríkja þar sem mestur jöfnuður er, yfir í hóp þeirra þar sem minnstur jöfnuður ríkir. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna með 3-3,5 milljónir í árstekjur á sama tíma og hundruð fjölskyldna hefðu tugi milljóna í árstekjur. Skattbyrði hópanna væri misjöfn því tekjuhærri hópurinn hefði ríkulegar fjármagnstekjur sem bæru lægri skatt en aðrar tekjur. Ingibjörg sagði stöðugt vaxandi bil milli fátækra og ríkra hafa skaðað samfélagið. „Með auknum ójöfnuði eykst stéttaskipting í samfélaginu og þar með togstreita milli þjóðfélagshópa.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði mikla tekjuaukningu hafa orðið í samfélaginu, kaupmáttur hefði aukist um sextíu prósent á tíu árum og allir þjóðfélagshópar notið góðs af. Hann gaf lítið fyrir staðhæfingar um að stórkostleg gliðnun hefði orðið í tekjudreifingunni, þeir allra tekjuhæstu hefðu þó skotist framúr. „Ég fagna ef fólki gengur vel í viðskiptum og efnast og tel það ánægjulegt fyrir allt þjóðfélagið.“ Bætti hann við að reynt hefði verið að bæta kjör lægstu hópanna, til dæmis með hærri barnabótum og samkomulagi við eldri borgara. Þá verði úrbætur gerðar á vaxtabótakerfinu. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagðist ætla að skipa starfshóp til að greina stöðu og ná utan um þá samfélagshópa sem hugsanlega búa við aðstæður sem hamla þátttöku í samfélaginu. Jafnframt ætli hann að skoða hvernig hægt verður að bæta stöðu barnafjölskyldna sem búa við lök kjör. Ögmundur Jónasson, vinstri grænum, sagði þá hafa hagnast mest sem fengið hefðu kvóta og banka á silfurfati frá stjórnvöldum. Hann sagði erfiðara að vera fátækur á Íslandi í dag en fyrir 10-15 árum. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði Ísland því miður ekki stéttlaust þjóðfélag og sumir ættu vart til hnífs og skeiðar. Kenndi hann skattastefnu ríkisstjórnarinnar um.
Innlent Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira