Efnistöku hætt þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir 19. nóvember 2006 16:20 Faxaflói. MYND/Vilhelm Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru." Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Úr fréttatilkynningu Björgunar: „ Umhverfisráðherra hefur komist að þeirri niðurstöðu að Björgun ehf. skuli láta fara fram mat á umhverfisáhrifum vegna efnisnáms í Kollafirði. Hefur Björgun þegar hafið forvinnu mats á umhverfisáhrifum, ekki bara á Kollafjarðarsvæðinu, heldur einnig varðandi tvö önnur námusvæði sín í Hvalfirði og Faxaflóa. Samhliða hefur Björgun afráðið, að teknu tilliti til sjónarmiða sem fram koma í úrskurði umhverfisráðherra og í samráði við iðnaðarráðuneytið sem veitir leyfi til efnistökunnar, að fyrirtækið hverfi um sinn frá efnistöku á tilteknum svæðum eða þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir. Björgun er að öllum líkindum elsta námufyrirtæki á Íslandi. Árið 1963 hófst vinnsla í núverandi námum félagsins í Hvalfirði og Faxaflóa og námuvinnsla í Kollafirði kom svo í kjölfarið nokkrum árum síðar. Sérhæft efnisnám Björgunar af hafsbotni í nágrenni Reykjavíkur hefur þannig farið fram um langan tíma. Núverandi og fyrirhuguð efnistaka Björgunar fer eingöngu fram í eldri námum sem Björgun nýtir nú þegar samkvæmt leyfi sem fyrirtækið hefur frá iðnaðarráðuneytinu til námurekstrar á framangreindum svæðum í samræmi við gildandi lög. Þann tíma sem efnistaka Björgunar hefur staðið hefur ekki, svo vitað sé, orðið vart sannanlegra neikvæðra umhverfisáhrifa af efnistökunni, og vart þarf að taka fram að ekki er um sjónmengun að ræða af efnistöku úr sjó, ólíkt því sem er á landi. Efnisnámur Björgunar eru fyrst og fremst í gömlum sjávarkömbum sem farið hafa undir sjó með breyttri sjávarstöðu og eru einna líkastir melum á landi. Form þeirra náma á hafsbotni sem hér um ræðir er með svipuðu móti og náma á landi þ.e. með bratta kanta. Við endurteknar dýptarmælingar við umræddar námur hefur hvergi komið fram að setlög í umhverfinu skríði til ofan í námurnar og hafi þannig áhrif á ströndina. Þvert á móti bendir ýmislegt til þess að þær geti dregið úr ölduhæð. Efnisnám Björgunar hefur verið grundvöllur lykilfyrirtækja í íslenskum byggingariðnaði, sem veita hundruðum manna vinnu og byggja starfsemi sína að verulegu leyti á áframhaldandi námurekstri Björgunar. Þannig er Björgun mikilvægur birgir malar og sands til framkvæmda í nálægum sveitarfélögum og stærsti framleiðandi efnis til sements-, steypu- og malbiksframleiðslu á þessu svæði. Í þjóðfélagi framkvæmda er nauðsyn að hafa nægt byggingarefni og vart verður annað séð en að efnistaka á sjávarbotni sé almennt í bestri sátt við umhverfið af þeim kostum sem fyrir hendi eru."
Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira