Laugardagur til lukku 3. desember 2006 12:45 Laugardagur, Ian McEwan Þýðing: Árni Óskarsson Bjartur * * * * * Meistaraleg þýðing á mikilvægu og merku verki Laugardagur Ian McEwan jók enn hróður þessa breska sagnaskáld þegar skáldsagan kom út í fyrra. Ástæðan var einföld, ekki aðeins var Ian fullsamdur að listilega spunnu plotti í söguna sem hvílir öll í kringum einn ás, dag í lífi miðaldra heilaskurðlæknis í London skömmu fyrir innrásina í Írak, heldur var sagan fantalega vel skrifuð og hugsuð í hugarþeli læknisins. Frásögnin speglaði í senn hversdagsleg viðbrögð á sólbjörtum degi, stór tíðindi í nánd við hann, átök á innra og ytra sviði í lífi og þrautþjálfað klínisk innsæi vísindamanns í það flókna fyrirbæri sem heilinn er. Það er aftur ekki fyrir neina aukvisa í enskri tungu að snúa sögunni á íslenskt mál. Ian þenur sig í spennandi frásögn sem heimtar skýra innsýn í íslenskt mál, ríka tilfinningu fyrir hrynjandi í frásögn og þolinmæði til að elta uppi læknisfræðileg heiti sem sagan er uppfull af. Hér eru margir undra snúnir kaflar, snúnari en aðrir. Löng lýsing á skvass-leik, stemningslýsingar úr miðborg Lundúna sem reynast í verki þýðanda svo raunsannar að lyktin laumast að okkur aftur sem þekkjum hana. Útgáfa Bjarts á þýðingu Árna Óskarssonar sætir því verulegum tíðindum og Árna mikill sómi búinn með þessu erfiða verki sem hann leysir á undra sannfærandi hátt. Það er engum blöðum um það að fletta að laugardagur er mikilvægt verk með þungu erindi - ekki aðeins fyrir breta - heldur líka fyrir allar þær þjóðir sem fylgdu hinum staðfestu. Snörp umræða í verkinu milli læknisins og ungra dóttur hans um stríðið og hvaða afleiðingar það getur haft vekur lesanda hroll - allt það sem þau sjá mögulega fara illa hefur hrunið í þá átt. Þá er Ian ekki síður að kryfja lifsviðhorf millistéttarinnar bresku, mannúð hennar og yfirlæti sem alltaf er í bland. Sú lýsing er raunsönn um margt þó hún lúti virkum ferlum í enskum skáldskap: tignun á hinni aðkomnu konu sem hér er keltnesk en hefur hið fínlega dökka yfirbragð sem þeir snobba svo yfir, tignun á skorðuðum lífsháttum menntaðra millistétta, skáldskap, bresku blúshefðinni - þessu sjálfsagða grobbi sem þeir fara svo vel með en skín alltaf í gegn um kurteisi þeirra og gamansemi. Ian hefur alltaf sótt sum brögð í byggingu skáldsagna sinna í spennusögur, hin afdrifaríku átök sem söguheimur hans flytur að eins á stóru fljóti með óhjákvæmilegu slysi og hörmung. Hann dregur örlög persóna sinna saman af skarpskyggni og miskunnarleysi og gefur þeim sjálfum innsýn inn í örlög sem bíða þeirra. Lesandinn fær í sinn hlut kjöt og bein, hugleiðingar sem eru margvíslegar og útpældar, það er mikill matur í þessari sögu. Það er árangur af löngu og þroskuðpu ferli Ians í skaldsakp sínum: mjór var mikils vísir þegar Cement garden tók að fara milli manna á áttunda áratugnum í Picador-útgáfunni. Snöggt eftir það virtist alls óvíst hvert Ian ætlaði sér: sjóvarpshandrit, smásögur, líbretto - en svo einhenti hann sér í skáldsöguna. Það er ástæðulaust að finn að þessari þýðingu. Bjartur hefur ekki gætt að orðskiptum á nokkrum stöðum. verk eftir Bridget Reilly á heimili læknishjónanna er ekki eftirprentun heldur þrykk. Það er fengur af þessari meistarlega sömdu og frábærlega þýddu sögu á íslenskan bókamarkað. Og nú er bara að njóta. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Laugardagur Ian McEwan jók enn hróður þessa breska sagnaskáld þegar skáldsagan kom út í fyrra. Ástæðan var einföld, ekki aðeins var Ian fullsamdur að listilega spunnu plotti í söguna sem hvílir öll í kringum einn ás, dag í lífi miðaldra heilaskurðlæknis í London skömmu fyrir innrásina í Írak, heldur var sagan fantalega vel skrifuð og hugsuð í hugarþeli læknisins. Frásögnin speglaði í senn hversdagsleg viðbrögð á sólbjörtum degi, stór tíðindi í nánd við hann, átök á innra og ytra sviði í lífi og þrautþjálfað klínisk innsæi vísindamanns í það flókna fyrirbæri sem heilinn er. Það er aftur ekki fyrir neina aukvisa í enskri tungu að snúa sögunni á íslenskt mál. Ian þenur sig í spennandi frásögn sem heimtar skýra innsýn í íslenskt mál, ríka tilfinningu fyrir hrynjandi í frásögn og þolinmæði til að elta uppi læknisfræðileg heiti sem sagan er uppfull af. Hér eru margir undra snúnir kaflar, snúnari en aðrir. Löng lýsing á skvass-leik, stemningslýsingar úr miðborg Lundúna sem reynast í verki þýðanda svo raunsannar að lyktin laumast að okkur aftur sem þekkjum hana. Útgáfa Bjarts á þýðingu Árna Óskarssonar sætir því verulegum tíðindum og Árna mikill sómi búinn með þessu erfiða verki sem hann leysir á undra sannfærandi hátt. Það er engum blöðum um það að fletta að laugardagur er mikilvægt verk með þungu erindi - ekki aðeins fyrir breta - heldur líka fyrir allar þær þjóðir sem fylgdu hinum staðfestu. Snörp umræða í verkinu milli læknisins og ungra dóttur hans um stríðið og hvaða afleiðingar það getur haft vekur lesanda hroll - allt það sem þau sjá mögulega fara illa hefur hrunið í þá átt. Þá er Ian ekki síður að kryfja lifsviðhorf millistéttarinnar bresku, mannúð hennar og yfirlæti sem alltaf er í bland. Sú lýsing er raunsönn um margt þó hún lúti virkum ferlum í enskum skáldskap: tignun á hinni aðkomnu konu sem hér er keltnesk en hefur hið fínlega dökka yfirbragð sem þeir snobba svo yfir, tignun á skorðuðum lífsháttum menntaðra millistétta, skáldskap, bresku blúshefðinni - þessu sjálfsagða grobbi sem þeir fara svo vel með en skín alltaf í gegn um kurteisi þeirra og gamansemi. Ian hefur alltaf sótt sum brögð í byggingu skáldsagna sinna í spennusögur, hin afdrifaríku átök sem söguheimur hans flytur að eins á stóru fljóti með óhjákvæmilegu slysi og hörmung. Hann dregur örlög persóna sinna saman af skarpskyggni og miskunnarleysi og gefur þeim sjálfum innsýn inn í örlög sem bíða þeirra. Lesandinn fær í sinn hlut kjöt og bein, hugleiðingar sem eru margvíslegar og útpældar, það er mikill matur í þessari sögu. Það er árangur af löngu og þroskuðpu ferli Ians í skaldsakp sínum: mjór var mikils vísir þegar Cement garden tók að fara milli manna á áttunda áratugnum í Picador-útgáfunni. Snöggt eftir það virtist alls óvíst hvert Ian ætlaði sér: sjóvarpshandrit, smásögur, líbretto - en svo einhenti hann sér í skáldsöguna. Það er ástæðulaust að finn að þessari þýðingu. Bjartur hefur ekki gætt að orðskiptum á nokkrum stöðum. verk eftir Bridget Reilly á heimili læknishjónanna er ekki eftirprentun heldur þrykk. Það er fengur af þessari meistarlega sömdu og frábærlega þýddu sögu á íslenskan bókamarkað. Og nú er bara að njóta. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira