Jens Lekman hoppar í skarðið 12. október 2006 09:20 Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. Þetta eru vissulega slæmar fréttir en Hr. Örlygur og umboðsmaður frú Wilson lögðust á eitt í að finna góðan kandídat til að fylla í skarðið - sem verður engin annar en samlandi hennar Jens Lekman. Það eru góðar fréttir. Jens Lekman kemur frá Angered úthverfinu í Gautaborg, leikur töfrandi gítarpopp og hefur vakið mikla athygli fyrir kaldhæðna, rómantíska og á körflum drungalega textagerð. Honum hefur verið líkt við tónlistarmenn á borð við Stephin Merrit, Magnetic Fields og Morrissey. Jens lét fyrst á sér kræla undir nafninu Rocky Dennis en hvaddi þann persónuleika formlega með plötunni Rocky Dennis in Heaven árið 2004. Sama ár gaf hann út meistarastykkið When I Said I Wanted to be Your Dog undir eigin og hlaut mikið lof fyrir í heimalandi sínu. Í kjölfarið fylgdi samningur við plötuútgáfuna Secretly Canadian, sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Antony and the Johnsons, og breiðskífan Oh Your Silent Jens (2005). Margir bíða í ofvæni eftir næstu breiðskífu Lekman sem hann vinnur nú að þessa daganna í Gautaborg. Jens tóks sér frí frá upptökum til að koma á Airwaves í ár. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Miðasala Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikastöðum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Vefir www.jenslekman.com www.myspace.com/jenslekman http://en.wikipedia.org/wiki/Jens_Lekman Lífið Menning Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira
Hr. Örlygur, framkvæmdaraðili Iceland Airwaves, þykir leitt að tilkynna að sænska söngkonan Jenny Wilson mun ekki koma fram á Airwaves hátíðinni í næstu viku eins og stóð til, vegna veikinda. Þetta eru vissulega slæmar fréttir en Hr. Örlygur og umboðsmaður frú Wilson lögðust á eitt í að finna góðan kandídat til að fylla í skarðið - sem verður engin annar en samlandi hennar Jens Lekman. Það eru góðar fréttir. Jens Lekman kemur frá Angered úthverfinu í Gautaborg, leikur töfrandi gítarpopp og hefur vakið mikla athygli fyrir kaldhæðna, rómantíska og á körflum drungalega textagerð. Honum hefur verið líkt við tónlistarmenn á borð við Stephin Merrit, Magnetic Fields og Morrissey. Jens lét fyrst á sér kræla undir nafninu Rocky Dennis en hvaddi þann persónuleika formlega með plötunni Rocky Dennis in Heaven árið 2004. Sama ár gaf hann út meistarastykkið When I Said I Wanted to be Your Dog undir eigin og hlaut mikið lof fyrir í heimalandi sínu. Í kjölfarið fylgdi samningur við plötuútgáfuna Secretly Canadian, sem hefur á sínum snærum listamenn á borð við Antony and the Johnsons, og breiðskífan Oh Your Silent Jens (2005). Margir bíða í ofvæni eftir næstu breiðskífu Lekman sem hann vinnur nú að þessa daganna í Gautaborg. Jens tóks sér frí frá upptökum til að koma á Airwaves í ár. Framkvæmd Iceland Airwaves 2006 er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Dagskrá Iceland Airwaves 2006 er birt í heild sinni á: www.icelandairwaves.com Miðasala Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar Laugavegi, Kringlunni og Smáralind í Reykjavík og verslunum BT á Akureyri, Egilstöðum og Selfossi. Miði á Airwaves er í raun armband sem veitir aðgang að öllum tónleikastöðum hátíðarinnar. Miðaverð er 6.900 krónur, auk miðagjalds söluaðila sem er 460 krónur. Vefir www.jenslekman.com www.myspace.com/jenslekman http://en.wikipedia.org/wiki/Jens_Lekman
Lífið Menning Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Fleiri fréttir Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Sjá meira