Úrslit prófkjörsins voru nánast aftaka 20. nóvember 2006 04:30 Valdimar Leó Friðriksson hefur ákveðið að starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir þins. MYND/Pjetur Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir." Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr flokknum og hyggst starfa sem óháður þingmaður það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Valdimar féll úr fjórða í 14. sæti í prófkjöri flokksins í SV-kjördæmi á dögunum, sem hann líkir við aftöku. Hann gagnrýnir prófkjörsfyrirkomulagið hart og telur það ólýðræðislegt. Ákvörðun sína tók hann til að fá meira frjálsræði á Alþingi til að vinna að stefnumálum sínum. Hann segir orðróm um að hann ætli að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn úr lausu lofti gripinn. „Ég ákvað að segja mig úr Samfylkingunni og starfa utan flokka það sem ég á eftir inni á þingi. Það er annars vegar vegna þess að ég er ósáttur við fyrirbrigðið prófkjör, ekki endilega mitt eigið, heldur þessa aðferð til að velja fólk á lista. Mér finnst hún ólýðræðisleg. Hins vegar vil ég fá meira frjálsræði inni á þingi til að vinna að mínum málum," segir Valdimar. Hann hefur ekki leitt hugann að því hvaða farveg hann velur í framtíðinni. „Ég sótti stofnfund bæjarmálafélags Frjálslyndra í Mosfellsbæ á laugardaginn var og þá fór af stað sú saga að ég ætlaði að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. Ég hef aftur á móti ekkert rætt við þá eða þeir við mig. Það er enginn annar flokkur inni í myndinni." Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sér á eftir góðum félaga og óskar Valdimar Leó alls hins besta. „Samstarfið við Valdimar Leó var alltaf prýðilegt í þingflokknum og mér fannst hann vera góður jafnaðarmaður. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að hann fær frekar dapurlega útkomu í prófkjöri þar sem margir hæfir tókust á um sæti. Það skiptast á skin og skúrir í stjórnmálum, enginn þekkir það betur en ég. En það er seiglan sem dugir best og faðmur Samfylkingarinnar stendur honum alltaf opinn." Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn halda sínu striki. Spurður um hvernig hann haldi að þetta horfi við hinum almenna kjósanda Samfylkingarinnar segir Ágúst: „Þegar menn gera þetta vekur það upp spurningar, en það er skýrt í stjórnarskránni að þingmenn eru einungis bundnir af sinni eigin sannfæringu, en auðvitað þurfa menn að standa skil gagnvart sínum kjósendum síðar meir."
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira