Þingmenn segja Björgvin ljúga 16. nóvember 2006 06:15 Björgvin G. Sigurðsson Sagði Framsókn ekki geta vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Hún bætti við að teknar hefðu verið saman upplýsingar um þróun fjárframlaga til málaflokksins árið 2003 og þá hafi komið í ljós að aukningin hefði verið 1,7 milljarðar. Björgvin sagði Framsókn vera að rjúka upp korteri fyrir kosningar við að reyna að tína saman til allt sem mögulega gæti fallið undir forvarnir og meðferðarúrræði í kerfinu. Hann sagði milljarðinn hafa verið táknræna tölu um átak sem aldrei hafi orðið og að Framsókn geti ekki vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef einhver héldi öðru fram en að milljarði hefði verið varið í þennan málaflokk þá væri sá hinn sami að skrökva. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók í sama streng og sagði lygar ekki ganga á Suðurlandi þar sem mönnum væri kennt að segja sannleikann, en þeir eru báðir þingmenn kjördæmisins. „Ungir stjórnmálamenn og drengilegir menn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfaldlega að biðjast afsökunar." Björgvin fór fram á að forseti Alþingis vítti Guðna fyrir að bera á sig ósannindi og vildi fá tækifæri til svara fyrir sig, en þingforseti varð ekki við ósk hans. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þingmenn deildu hart í upphafi þingfundar á þriðjudag um kosningaloforð Framsóknarflokksins frá árinu 1999 um að veita milljarði til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sæunn Stefánsdóttir, Framsóknarflokki, hóf umræðuna og ásakaði Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingunni, um að slá ryki í augu kjósenda með því að segja að ekki hefði verið staðið við loforðið. Hún bætti við að teknar hefðu verið saman upplýsingar um þróun fjárframlaga til málaflokksins árið 2003 og þá hafi komið í ljós að aukningin hefði verið 1,7 milljarðar. Björgvin sagði Framsókn vera að rjúka upp korteri fyrir kosningar við að reyna að tína saman til allt sem mögulega gæti fallið undir forvarnir og meðferðarúrræði í kerfinu. Hann sagði milljarðinn hafa verið táknræna tölu um átak sem aldrei hafi orðið og að Framsókn geti ekki vikið sér undan málinu með talnaleikjum. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, sagði að ef einhver héldi öðru fram en að milljarði hefði verið varið í þennan málaflokk þá væri sá hinn sami að skrökva. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra tók í sama streng og sagði lygar ekki ganga á Suðurlandi þar sem mönnum væri kennt að segja sannleikann, en þeir eru báðir þingmenn kjördæmisins. „Ungir stjórnmálamenn og drengilegir menn sem lenda í þeirri ógæfu að bera ljúgvitni og fara með rangt mál eiga einfaldlega að biðjast afsökunar." Björgvin fór fram á að forseti Alþingis vítti Guðna fyrir að bera á sig ósannindi og vildi fá tækifæri til svara fyrir sig, en þingforseti varð ekki við ósk hans.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira