Endurkoma Árna einstök í sögunni 14. nóvember 2006 06:45 MYND/GVA Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka." Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Árna Johnsen njóta fyllsta trausts flokksforystunnar. Frá þessu greindi Geir í viðtali við Ríkisútvarpið í gærmorgun. Árni varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðastliðna helgi og hlaut 3.134 atkvæði af 5.461 gildum atkvæðum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra varð efstur í prófkjörinu með 2.659 atkvæði í efsta sætið eða tæplega 50 prósent gildra atkvæða. Samtals hlaut hann 3.892 atkvæði. Árni Johnsen segist hlakka til að takast á við fjölbreytt störf á sviði stjórnmálanna. „Ég er tilbúinn til þess að fylgja eftir mínum áherslumálum. Ég er reynslunni ríkari og tel mig búa yfir meiri þekkingu heldur en þegar ég kom fyrst inn á þing til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni." Árni segist ekki óttast harða gagnrýni stjórnarandstæðinga vegna fortíðar hans, en Árni var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti árið 2003 fyrir margvísleg brot. „Ég óttast ekki gagnrýni og held að mér verði ekki illa tekið. Ég ætla að beita mér fyrir samgöngubótum víðs vegar um landið, eflingu starfs gegn fíkniefnavandanum, málefnum eldri borgara og auðvitað fleiri málum. Fólk getur treyst því að ég fylgi eftir málum mínum og míns fólks." Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir endurkomu Árna í íslensk stjórnmál vera merkilega fyrir margra hluta sakir. „Eftir því sem ég best veit, þá er endurkoma Árna Johnsen einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu. Aldrei áður hefur maður sem dæmdur var í óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot í opinberu starfi snúið aftur inn á svið stjórnmálanna með jafn afgerandi hætti svo ég viti til. En ég er ekki viss um að endurkoma Árna hafi slæm áhrif á flokkinn. Hann fékk góða kosningu í prófkjörinu og sjálfstæðismenn virðast treysta honum til góðra verka."
Innlent Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira