Karlmaður dæmdur í eins árs fangelsi 14. nóvember 2006 00:45 Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefahögg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtökuna hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti", eins og segir orðrétt í dómnum. Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefahögg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtökuna hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti", eins og segir orðrétt í dómnum.
Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira