Úrvalið af mjólkurvörum stórminnkar 20. október 2006 07:15 Mjólkurvörur frá Búðardal Hætta er á því að úrvalið af mjólkurvörum minnki í verslunum á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal á næstunni. Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann. Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann.
Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira