Kjötvörur stærstar í matarútgjöldunum 6. október 2006 06:30 Kjötvörur Af matarútgjöldunum taka kjötvörurnar mest, eða um tuttugu og tvö prósent. Kjötvörurnar eru þannig langstærsti útgjaldaliðurinn í matnum. Næststærsti liðurinn eru mjólkurvörur, síðan koma drykkjarvörur og sælgæti. Húsnæðiskostnaðurinn er stærsti útgjaldaliður heimilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalútgjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjölskyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyldunnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósentum og hefur sá liður vaxið hlutfallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæplega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarútgjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkjarvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöldum fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnaðinn, aðeins um skiptingu útgjalda. "Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matarkostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis." Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. "Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltölur segja því ekkert um skiptinguna hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila," segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. "Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif," segir hún. Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Húsnæðiskostnaðurinn er stærsti útgjaldaliður heimilanna og hefur vaxið verulega síðustu árin, ef marka má tölur Hagstofunnar sem sýna meðalútgjöld heimilis á ári 2002 og 2006. Matarkostnaðurinn var stærri útgjaldaliður en ferðaútgjöld fjölskyldunnar árið 2002 en nú er bíla- og ferðakostnaður orðinn stærri liður. Stærstu útgjaldaliðir fjölskyldunnar skiptast í fernt. Húsnæðið stendur fyrir tæplega 27 prósentum og hefur sá liður vaxið hlutfallslega síðustu árin, innkaup á mat og drykkjarvörum eru tæplega fjórtán prósentum og hafa minnkað lítillega, ferðakostnaður hefur hinsvegar aukist stórum skrefum á þessum fjórum árum og nemur tæpum átján prósentum en útgjöld vegna tómstunda hafa minnkað hlutfallslega og nema nú ellefu prósentum. Matarútgjöldin nema áttatíu og níu prósentum af meðal matarútgjöldum heimilanna. Hlutfallslega fer mest af útgjöldunum í kjöt eða tæp tuttugu og tvö prósent. Mjólk og mjólkurvörur taka líka stóran hlut eða tæp átján prósent. Drykkjarvörurnar eru ellefu prósent en fiskurinn innan við fimm prósent. Tæp tíu prósent af matarútgjöldum fjölskyldunnar fara í sykur, súkkulaði og sælgæti. Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá ASÍ, segir tölurnar ekki gefa neinar upplýsingar um kostnaðinn, aðeins um skiptingu útgjalda. "Ef við tökum matinn sem dæmi þá segja þessar tölur að matarkostnaðurinn hafi hlutfallslega minnkað vegna þess að húsnæðiskostnaðurinn hefur aukist en þetta þarf ekki að þýða að maturinn sé orðinn ódýrari. Það fer bara meira af kökunni til húsnæðis." Henný segir mikilvægt að hafa í huga að tölurnar endurspegli meðalneyslu. "Það segir sig sjálft að fólk með lágar tekjur eyðir hlutfallslega meira í mat en fólk með háar tekjur. Þessar meðaltölur segja því ekkert um skiptinguna hjá mismunandi hópum. Þær endurspegla bara neyslu allra heimila," segir hún og telur að lægra matvöruverð komi öllum vel þó að það komi best þeim sem lægstu tekjurnar hafi. Henný kemur ekki á óvart að ferðakostnaðurinn hafi hækkað. Landsmenn hafi keypt dýrari bíla og kostnaður vaxið í samræmi við það. "Bílafloti landsmanna hefur verið að stækka þannig að það hefur áhrif," segir hún.
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira