Saka fyrrum meirihluta um óráðsíu 6. október 2006 07:00 Reykjavíkurborg Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir mikilvægt að nýr meirihluti innleiði ábyrga fjármálastjórn og lagi reksturinn. „Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku. Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
„Úttekt á fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar er áfellisdómur yfir fjármálastjórn síðasta meirihluta,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, en í gær voru kynntar niðurstöður sérfræðinga KMPG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að brýnt sé að farið verði yfir fjármálastjórn borgarinnar í heild og leitað leiða til betri reksturs. Niðurstöðurnar leiða meðal annars í ljós að á tímabilinu 2002 til lok júní 2006 hafa rekstrartekjur Aðalsjóðs Reykjavíkurborgar aldrei dugað fyrir almennum rekstrargjöldum, rekstrarmarkmið um afkomu í þriggja ára áætlun hafi sömuleiðis ekki náð fram að ganga og rekstrargjöld hækkuðu mun meira milli áætlana en tekjur af rekstri. Fjárhagsleg staða hefur versnað um 87,4 milljarða frá árinu 1994 miðað við verðlag í júní á þessu ári. Vilhjálmur segir tölur og staðreyndir sem settar séu fram í skýrslunni tala sínu máli, ekki þurfi að deila um að fyrrverandi meirihluti hafi eytt um efni fram. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri, segir skýrsluna ágætisyfirlit um fjármál borgarinnar. Í henni komi fram að heildareignir borgarinnar hafi aukist á tímabilinu þó að skuldir hafi aukist. Einnig komi fram í árshlutareikningum að staðan sé jákvæð um 2,2 milljarða sé tekið tillit til gengistaps. „KPMG og Sjálfstæðisflokkurinn geta sett fram sitt mat, en á endanum er það markaðurinn sem vottar stöðuna og markaðurinn hefur metið borgina sem fjárhagslega sterka, sem endurspeglast í mjög góðum lánskjörum sem borgin hefur notið, mun betri en önnur sveitarfélög,“ segir Steinunn. Hún bætir einnig við að hún telji umsagnir um að áætlanir hafi ekki staðist séu bull. Frávikið í ársreikningum sé óverulegt. „Þriggja ára áætlun er leiðbeinandi spá, en það sem er gert á tímabilinu getur verið ófyrirsjáanlegt, líkt og með samningana sem við gerðum við lægst launuðu hópana. Það skekkir allan samanburð. Það sem er samanburðarhæft er fjárhagsáætlun borgarinnar og útkoma,“ segir Steinunn. Fulltrúar fyrrverandi borgarstjórnarmeirihluta gagnrýndu að hafa ekki fengið skýrsluna í hendur fyrr en fundur borgarráðs hófst. Skýrslan verður aftur tekin fyrir í borgarráði í næstu viku.
Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira