ÖBÍ fer í mál við fjórtán lífeyrissjóði 6. október 2006 06:15 Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál. Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að höfða mál á hendur fjórtán lífeyrissjóðum vegna ákvörðunar sjóðanna um að fella niður eða skerða örorkulífeyrisgreiðslur til 2.300 öryrkja. Þetta staðfesti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, en Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður vinnur að undirbúningi málsins ásamt ÖBÍ. Sigursteinn segir samþykktir Lífeyrissjóðanna til þess fallnar að skerða réttindi öryrkja. Við teljum samþykktir lífeyrissjóðanna ekki eiga sér lagalegar stoðir. Í greinargerðum sjóðanna til fjármálaráðuneytisins er tekið fram að um óverulegar breytingar sé að ræða á kjörum öryrkja, en í þessu tilfelli er alveg ljóst að um meiri háttar tekjuskerðingu er að ræða fyrir á þriðja þúsund öryrkja, eða rúmlega sex hundruð milljónir króna á ársgrundvelli. Við gáfum lífeyrissjóðunum svigrúm til þess að leiðrétta þessa ólögmætu skerðingu en það var ekki gert. Niðurstaða í þessu máli verður fengin fyrir dómstólum, og hvergi annars staðar. Seint í júlí sendu lífeyrissjóðirnir bréf til öryrkja og var skerðing á örorkulífeyrisgreiðslum í þeim boðuð. Tengdist skerðingin útreiknuðum tekjum á árinu 2005, miðað við neysluvísitölu, samanborið við laun sem fólkið hafði áður en það varð öryrkjar. Samkvæmt lífeyrissjóðunum hafði fólkið sem um ræddi fengið greitt umfram viðmiðunarmörk lífeyrissjóða. ÖBÍ hefur þegar sent fjármálaráðuneytinu tíu stjórnsýslukærur fyrir hönd félagsmanna sinna vegna umræddra lækkana á greiðslum. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir lífeyrissjóðina þurfa að sætta sig við ákvörðun ÖBÍ. Við þurfum að sætta okkur við að taka þennan slag, fyrst ÖBÍ telur ástæðu til þess að fara í mál.
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira