Verkfræðingar Alcoa hefja rannsóknir 27. júlí 2006 06:00 Erna Indriðadóttir Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr. Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr.
Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira