Fréttir af fólki 21. júlí 2006 08:00 Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif.is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Heljarmennið hélt til dúntekja og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöldungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heimasíðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforðinn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæðinu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar konunnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum, skrifar Magni á heimasíðunni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið bitch ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir tík. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttakendurnir. Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira
Margir bíða eflaust spenntir eftir heimildarmyndinni um Ísmanninn ógurlega, Sigurð Pétursson, sem Lýður Árnason og Reynir Traustason eru með í burðarliðnum. Ísmaðurinn lifir ansi spennandi lífi sem er sveipað einhverjum ævintýraljóma en á mannlif.is er hins vegar greint frá lífsháska sem Sigurður kom sér í fyrir skömmu. Heljarmennið hélt til dúntekja og veiða í eyðibyggðinni Skjöldungen og ætlaði að hreiðra um sig þar í viku og snúa síðan aftur til heimabyggðar. Mikið var um hafís á svæðinu og festist bátur Sigurðar á ísnum um áttatíu sjómílur frá strönd Grænlands. Þar þurfti Ísmaðurinn að hafast við í tæpan mánuð og hafði ekkert annað að borða en það sem var veitt í Skjöldungen. Ísmaðurinn er hins vegar núna tæpar tuttugu mílur frá næsta byggða bóli og segir á heimasíðunni að hann vonist til að rekast á sel áður en matarforðinn klárist. Magni Ásgeirsson hefur heldur betur slegið í gegn í sjónvarpsþættinum RockStar: Supernova þar sem nokkrir rokkarar keppast um að verða næsti söngvari ofursveitarinnar Supernova. Svo vel tókst til hjá Magna að þeir Tommy Lee, Gilby Clarke og Jason Newsted báðu hann um að syngja lagið sitt aftur. Á aðdáendasvæðinu er Magni kominn í annað sætið yfir þá sem líklegastir eru taldir til hreppa hnossið. Á heimasvæði Magna er hins vegar ljóst að söngvarinn saknar konunnar sinnar Eyrúnar og hefur samið til hennar lag sem heitir 7.júlí. Þetta er til þess að halda geðheilsunni og eyða tímanum, skrifar Magni á heimasíðunni sinni. Nokkuð skemmtilegt í ljósi þess að í þættinum á miðvikudagskvöldinu notaði Magni orðið bitch ótt og títt en það er sem kunnugt enskt heiti yfir tík. Gárungarnir hafa velt vöngum yfir því hvort að með þessari orðanotkun vilji söngvarinn sýna fram á að hann sé engu síðri rokkari en hinir þátttakendurnir.
Rock Star Supernova Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Sjá meira