Ferðin frá Líbanon gekk vonum framar 19. júlí 2006 07:00 Flugvirkarjar AIR ATLANTA Icelandic Flugvirkjarnir Markús Sigurjónsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Már Þórarinsson, við rútuna sem flutti Íslendingana frá Beirút til Damaskus í Sýrlandi. Rútan er rækilega merkt finnskum stjórnvöldum, sem stóðu fyrir farþegaflutningunum til Damaskus. Mynd/már Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands. Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Flugvél Air Atlanta Icelandic, sem utanríkisráðuneytið leigði til þess að flytja Íslendinga og fjölda annarra Norðurlandabúa frá Damaskus í Sýrlandi til Kaupmannahafnar, lenti í Kaupmannahöfn um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upprunalegum áætlunum utanríkisráðuneytisins átti vélin að lenda milli átta og níu. Íslendingarnir dvöldu í sendiráðsbústað finnska sendiherrans í Damaskus í Sýrlandi. Már Þórarinsson, einn Íslendingana sem fóru með rútu á vegum finnskra yfirvalda frá Beirút til Damaskus í fyrradag, segir það mikinn létti að vera kominn frá átakasvæðunum í Mið-Austurlöndum en árásir Ísraelshers á Líbanon hafa harðnað undanfarna daga. „Við fundum öll fyrir því að spennan væri að aukast á þessu svæði þar sem við vorum og það var orðið ónotalegt að finna fyrir sprengjuárásunum færast nær manni dag frá degi.“ Rútuferð Íslendinganna frá Beirút til Damaskus gekk vel en hún var skipulögð af finnskum yfirvöldum. Már segir finnska sendiherrann hafa sýnt farþegunum sem komu með rútunum til Damaskus mikla gestrisni. „Það var gott að komast í finnska sendiráðið. Þar var þjónusta finnskra yfirvalda til fyrirmyndar. Við fundum fyrir miklum létti þegar til Damaskus var komið. Það hefði verið afar óþægilegt að dvelja mikið lengur í Líbanon, vegna þess hversu harðar árásirnar voru orðnar.“ Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneytinu, segist ánægður með hvernig til hafi tekist með fólksflutningana. „Ég held það sé ekki hægt að ætlast til að flutningar gangi mikið betur. Nánast hnökralaust gekk að koma fólkinu til Kaupmannahafnar, og síðan áfram til Íslands.“ Íslensk stjórnvöld bera ein kostnaðinn af ferð flugvélarinnar frá London til Damaskus, og þaðan til Kaupmannahafnar, en mikill meirihluti farþega í fluginu kom frá Norðurlöndum. Icelandair bauð íslensku farþegunum sem komu til Kaupmannahafnar að fljúga með kvöldvél félagins til Íslands í gær. Hluti þeirra þáði það en tveir af flugvirkjunum Air Atlanta komu til landsins með flugi seinna um kvöldið. Einn flugvirkjana þriggja býr í Frakklandi og flaug því ekki með félögum sínum til Íslands.
Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira