Óvíst hvort náist að veiða hrefnukvótann 15. júlí 2006 05:30 Hrefnuveiðar Hrefnuveiðitímabilið í ár hófst 13. júní og lýkur 4. ágúst. Sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi til að veiða 59 hrefnur á tímabilinu. MYND/AFP Mikil eftirspurn er á Íslandi eftir hrefnukjöti að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Við bjóðum núna upp á bæði reykt og kryddlegið hrefnukjöt og satt að segja óraði okkur ekki fyrir því að fólk yrði svona æst í þetta. Gunnar segir að félagið hafi haldið í mikla markaðssetningu á hrefnukjöti í fyrra sem sé að skila sér núna. Hrefnuveiðitímabilið hófst 13. júní og hafa alls átján hrefnur verið veiddar af þeim fimmtíu sem sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir að yrðu veiddar á þessu tímabili. Í dag eru fjögur skip að veiðum, tvö fyrir sunnan land og tvö fyrir norðan. Rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar, sem hófst árið 2003, felur í sér veiðar á 200 hrefnum og gert er ráð fyrir að áætluninni ljúki á næsta ári. Meginmarkmið áætlunarinnar er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Félag hrefnuveiðimanna var fengið sem verktaki til að sjá um þessar vísindaveiðar en enginn annar hefur leyfi til að veiða hrefnur. Konráð Eggertsson, skipstjóri á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sigurðsson IS14, er ekki viss um að það náist að klára kvótann áður en veiðitímabilinu lýkur 4. ágúst. Veiðar ganga þokkalega en það hefur þó verið bræla meirihlutann af tímabilinu. Ef svipað ástand helst áfram þá er ekki ólíklegt að í kringum 35 hrefnur muni veiðast. Konráð segir þetta þó geta gengið skarpt þegar fjórir bátar eru að í einu og veður helst gott. Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Mikil eftirspurn er á Íslandi eftir hrefnukjöti að sögn Gunnars Bergmanns Jónssonar, framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Við bjóðum núna upp á bæði reykt og kryddlegið hrefnukjöt og satt að segja óraði okkur ekki fyrir því að fólk yrði svona æst í þetta. Gunnar segir að félagið hafi haldið í mikla markaðssetningu á hrefnukjöti í fyrra sem sé að skila sér núna. Hrefnuveiðitímabilið hófst 13. júní og hafa alls átján hrefnur verið veiddar af þeim fimmtíu sem sjávarútvegsráðuneytið gaf leyfi fyrir að yrðu veiddar á þessu tímabili. Í dag eru fjögur skip að veiðum, tvö fyrir sunnan land og tvö fyrir norðan. Rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar, sem hófst árið 2003, felur í sér veiðar á 200 hrefnum og gert er ráð fyrir að áætluninni ljúki á næsta ári. Meginmarkmið áætlunarinnar er að afla grunnþekkingar á fæðuvistfræði hrefnu en auk rannsókna á fæðusamsetningu með greiningu magainnihalds verður aflað annarra gagna sem nauðsynleg eru til að meta afrán tegundarinnar á hinum ýmsu fæðutegundum. Félag hrefnuveiðimanna var fengið sem verktaki til að sjá um þessar vísindaveiðar en enginn annar hefur leyfi til að veiða hrefnur. Konráð Eggertsson, skipstjóri á hrefnuveiðibátnum Halldóri Sigurðsson IS14, er ekki viss um að það náist að klára kvótann áður en veiðitímabilinu lýkur 4. ágúst. Veiðar ganga þokkalega en það hefur þó verið bræla meirihlutann af tímabilinu. Ef svipað ástand helst áfram þá er ekki ólíklegt að í kringum 35 hrefnur muni veiðast. Konráð segir þetta þó geta gengið skarpt þegar fjórir bátar eru að í einu og veður helst gott.
Innlent Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira