Innlent

Fleiri innbrot í stærri eignir

Brýnt að ganga vel frá Fólk ætti að ganga vel frá áður en haldið er í frí og fá nágranna til að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum.
Brýnt að ganga vel frá Fólk ætti að ganga vel frá áður en haldið er í frí og fá nágranna til að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum.

Af innbrotum í íbúðahúsnæði er algengast að brotist sé inn í einbýlis- og raðhús að sögn Árna Vigfússonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík. Lögreglan brýnir fyrir fólki að ganga vel frá heimili sínu áður en haldið er í ferðalag. Innbrotsþjófar eru á ferðinni allan ársins hring, en eiga sérstaklega auðvelt með að athafna sig þegar fjölskyldur landsins eru að heiman í sumarfríum.

Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn rannsóknardeildar, segir mikilvægt að ganga vel frá öllu og læsa gluggum og hurðum áður en haldið er í frí. "Þá er mikil­vægt að skilja ekki eftir upplýsingar um ferðatilhögun á símsvaranum." Hörður segir mynstrið í innbrotum orðið þannig að jafnt sé brotist inn að degi og nóttu og því ættu nágrannar sem standa vaktina að gefa grunsamlegum mannaferðum allan sólarhringinn gaum og hringja á lögreglu ef þörf er á.

Árni Vigfússon, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að fólk ætti að passa sérstaklega upp á fartölvur og myndavélar og koma þessum hlutum í örugga vörslu áður en haldið er í frí. "Þá er gott ráð að láta líta út eins og einhver sé heima, skilja eftir ljós í íbúðinni og láta hirða póst úr pósthólfinu þannig að hann hlaðist ekki upp."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×