Innlent

Sent utan til endurvinnslu

Sæmundur Sverrisson í Gagnaeyðingu
Sæmundur Sverrisson í Gagnaeyðingu
Sæmundur Sverrisson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Gagnaeyðing sem sérhæfir sig í að eyða gögnum og trúnaðarupplýsingum.

Hverjir nýta sér þjónustu fyrirtækisins?

Við þjónustum alla þá sem þurfa á gagnaeyðingu að halda, allt frá einstaklingum til fyrirtækja og ríkisstofnana.

Hvernig fer eyðingin fram?

Gögnin berast okkur eða eru sótt og síðan fer eyðingin fram á lokuðu öryggissvæði. Þar eru gögnin tætt í kurl, geisladiskar og harðir diskar út tölvum eru muldir í smátt og síðan er öllu komið í endurvinnslu erlendis.

Nýta margir sér þjónustu fyrirtækisins utan hefðbundins skrifstofutíma?

Það eru ekki margir en það kemur fyrir, bæði á kvöldin og um helgar. Sendingar utan af landi berast oft seint á daginn og víða er verið að taka til utan venjulegs opnunartíma, til dæmis ef fyrirtæki eru að flytja og þá bjóðum við upp á að hreinsa út hjá þeim.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×