Innlent

Starbucks styður Paul Watson

Sea Shepherd umhverfissamtökin hafa notið stuðnings fjölda stórfyrirtækja og eitt þeirra er Starbucks-kaffihúsakeðjan fræga sem rekur um fjörutíu þúsund kaffihús víða um heim.

Þetta kom fram í erindi Eiðs Guðnasonar sendiherra á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna árið 2003 en þar fjallaði Eiður um árásir ýmissa öfgasamtaka á eðlilega og sjálfbæra nýtingu lifandi náttúruauðlinda. Hann nefndi að ýmis fyrirtæki létu fé af hendi rakna til slíkra samtaka, þar sem það væri frádráttarbært frá skatti.

Paul Watson, forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, boðar komu tveggja skipa frá samtökunum á Íslandsmið. Watson og félagar hans sökktu Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn og unnu skemmdarverk í Hvalstöðinni í Hvalfirði árið 1986.

Hann kom til landsins árið 1988 en var þá vísað úr landi eftir stutta fangelsisvist og settur í ótímabundið endurkomubann til landsins. Hann má því ekki koma nær en 12 mílur frá landi. Watson getur hins vegar verið um borð í skipi frá 12 mílum út að 200 mílum, svo framarlega sem það skip tilkynni sig með löglegum hætti inn í efnahagslögsöguna og uppfylli almenn skilyrði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×