Snýr baki við Silvíu Nótt 18. maí 2006 06:00 Ástrós Lilja Einarsdóttir. Síðan hefur nú verið lögð niður vegna þess að Silvía Nótt hefur að hennar mati farið yfir strikið. fréttablaðið/Hörður "Dropinn sem fyllti mælinn var fjarvera Silvíu Nætur á bensínstöð Esso við Ártúnshöfða nú á dögunum, þar sem aðdáendur hennar voru samankomnir í þeim tilgangi að fá nýja geisladiskinn hennar áritaðan. Þarna var fjöldi manns samankominn, en sorglegast var að sjá yngstu kynslóðina standandi þarna eins og strandaglópar með tárin í augunum og reiðar mæður að róa þau. Þetta fólk beið klukkutímunum saman til að berja hana augum," segir Ástrós Lilja Einardóttir, stofnandi og eigandi einnar stærstu aðdáendasíðu Silvíu Nætur, www.silvianott.com, sem nú hefur verið lokað fyrir fullt og allt. "Við vorum búin að fá nóg af látalátunum og stjörnustælunum svo ákveðið var að leggja síðuna niður." Í tilefni af lokun síðunnar sendu aðstandendur hennar frá sér yfirlýsingu þar sem fram komu ástæður lokunarinnar. "Til að byrja með voru stjörnustælarnir skemmtilegir enda tilgangurinn með gríninu en hún fór langt yfir strikið. Grínið hefur súrnað og er langt frá því að vera fyndið lengur. Silvía var í okkar huga ein bjartasta von landins og frægðarsól hennar reis óvenju hratt en við áttum ekki von á því að þetta færi út í einhverja vitleysu," undirstrikar Ástrós. "Þá hefur hegðun hennar í Grikklandi valdið okkur miklum áhyggjum. Þarna á hún að vera landi sínu og þjóð til fyrirmyndar en er okkur til háborinnar skammar í raun. Fólk er almennt hneykslað og skilur ekkert í framkomu hennar. Ég fékk tölvupóst síðast í dag frá fokillum Grikkjum sem sögðust sármóðgaðir yfir dónaskapnum í henni. Rétt áður en við lokuðum síðunni hafði fjöldi manns samband við okkur, foreldrar og aðrir, og tjáðu okkur vonbrigði sín með hátterni hennar sem væri komið yfir öll velsæmismörk. Ungar stúlkur fylkjast um stjörnuna og herma eftir öllu sem hún gerir. Þegar fúkyrði fjúka af vörum stjörnunnar í sífellu, taka þær þetta auðvitað upp. Það þykir foreldrum að vonum slæmt. Og nú segist hún aðeins tala ensku jafnvel þótt hún sé að tala við Íslendinga. Ætli ungir íslenskir aðdáendur taki ekki líka upp þessa vitleysu og leggi móðurmálið á hilluna," spyr Ástrós alvarleg í bragði. "Við tökum ekki lengur þátt í þessum sirkus. Vefsíðan okkar hefur verið mikið ævintýri. Hún varð stærri en okkur óraði fyrir og óx mun hraðar en við gerðum nokkri sinni ráð fyrir. Á þeim þremur mánuðum sem síðan hefur verið opin hafa nánast 20.000 manns lagt leið sína hingað. Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt og ég vil nota tækifærið og þakka þeim þúsundum aðdáenda Sivíu Nóttar sem hafa stutt okkur og eins þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt okkur stuðning. Að reka aðdáendasíðu kostar bæði mikla fyrirhöfn og pening og þar er ekki auðvelt að loka henni. En fyrir okkur er þetta ævintýri á enda. Við vonum að karakterinn Silvía Nótt, sem Ágústa Eva leikur, taki sig saman í andlitinu," segir Ástrós að lokum og leggur áherslu á orð sín. Í tilefni af undankeppni í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem sjónvarpað verður í kvöld, er rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt könnun á vegum Neytendasamtakanna er Ísland í fjórða sæti af þeim 26 löndum sem skoðuð voru, hvað varðar hæsta verð á SMS-skeytum og símaatkvæðum í þátttökulöndunum. Aðeins Grikkir, Rúmenar og Spánverjar greiða hærra verð. Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira
"Dropinn sem fyllti mælinn var fjarvera Silvíu Nætur á bensínstöð Esso við Ártúnshöfða nú á dögunum, þar sem aðdáendur hennar voru samankomnir í þeim tilgangi að fá nýja geisladiskinn hennar áritaðan. Þarna var fjöldi manns samankominn, en sorglegast var að sjá yngstu kynslóðina standandi þarna eins og strandaglópar með tárin í augunum og reiðar mæður að róa þau. Þetta fólk beið klukkutímunum saman til að berja hana augum," segir Ástrós Lilja Einardóttir, stofnandi og eigandi einnar stærstu aðdáendasíðu Silvíu Nætur, www.silvianott.com, sem nú hefur verið lokað fyrir fullt og allt. "Við vorum búin að fá nóg af látalátunum og stjörnustælunum svo ákveðið var að leggja síðuna niður." Í tilefni af lokun síðunnar sendu aðstandendur hennar frá sér yfirlýsingu þar sem fram komu ástæður lokunarinnar. "Til að byrja með voru stjörnustælarnir skemmtilegir enda tilgangurinn með gríninu en hún fór langt yfir strikið. Grínið hefur súrnað og er langt frá því að vera fyndið lengur. Silvía var í okkar huga ein bjartasta von landins og frægðarsól hennar reis óvenju hratt en við áttum ekki von á því að þetta færi út í einhverja vitleysu," undirstrikar Ástrós. "Þá hefur hegðun hennar í Grikklandi valdið okkur miklum áhyggjum. Þarna á hún að vera landi sínu og þjóð til fyrirmyndar en er okkur til háborinnar skammar í raun. Fólk er almennt hneykslað og skilur ekkert í framkomu hennar. Ég fékk tölvupóst síðast í dag frá fokillum Grikkjum sem sögðust sármóðgaðir yfir dónaskapnum í henni. Rétt áður en við lokuðum síðunni hafði fjöldi manns samband við okkur, foreldrar og aðrir, og tjáðu okkur vonbrigði sín með hátterni hennar sem væri komið yfir öll velsæmismörk. Ungar stúlkur fylkjast um stjörnuna og herma eftir öllu sem hún gerir. Þegar fúkyrði fjúka af vörum stjörnunnar í sífellu, taka þær þetta auðvitað upp. Það þykir foreldrum að vonum slæmt. Og nú segist hún aðeins tala ensku jafnvel þótt hún sé að tala við Íslendinga. Ætli ungir íslenskir aðdáendur taki ekki líka upp þessa vitleysu og leggi móðurmálið á hilluna," spyr Ástrós alvarleg í bragði. "Við tökum ekki lengur þátt í þessum sirkus. Vefsíðan okkar hefur verið mikið ævintýri. Hún varð stærri en okkur óraði fyrir og óx mun hraðar en við gerðum nokkri sinni ráð fyrir. Á þeim þremur mánuðum sem síðan hefur verið opin hafa nánast 20.000 manns lagt leið sína hingað. Þetta hefur verið einstaklega skemmtilegt og ég vil nota tækifærið og þakka þeim þúsundum aðdáenda Sivíu Nóttar sem hafa stutt okkur og eins þeim fyrirtækjum sem hafa sýnt okkur stuðning. Að reka aðdáendasíðu kostar bæði mikla fyrirhöfn og pening og þar er ekki auðvelt að loka henni. En fyrir okkur er þetta ævintýri á enda. Við vonum að karakterinn Silvía Nótt, sem Ágústa Eva leikur, taki sig saman í andlitinu," segir Ástrós að lokum og leggur áherslu á orð sín. Í tilefni af undankeppni í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem sjónvarpað verður í kvöld, er rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt könnun á vegum Neytendasamtakanna er Ísland í fjórða sæti af þeim 26 löndum sem skoðuð voru, hvað varðar hæsta verð á SMS-skeytum og símaatkvæðum í þátttökulöndunum. Aðeins Grikkir, Rúmenar og Spánverjar greiða hærra verð.
Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Sjá meira