Eitt mesta hellakerfi landsins fundið í Eldhrauni 26. desember 2006 19:30 Ein mesta hellaþyrping landsins hefur fundist í Skaftáreldahrauni norðan Kirkjubæjarklausturs. Hellarnir, sem samtals eru yfir fimmtán kílómetra langir, hafa verið að koma í ljós í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum. Einn hellanna, tveggja kílómetra langur, þykir einstakt náttúrufyrirbæri þar sem vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.Fram til þessa hafa hellarnir í Hallmundarhrauni norðaustan Húsafells verið taldir mesta hellasvæði landsins en þar er Surtshellir frægastur ásamt Víðgelmi. En nú hefur nýtt auðugt hellasvæði uppgötvast. Það er í eystri tungu Eldhrauns, þeirri sem rann niður farveg Hverfisfljóts árið 1783. Björn Hróarsson hellafræðingur skýrir frá þessum fundi í nýútkominni bók sinni um íslenska hella og birtir þar myndir af þeim. Aðeins einn hellir var þekktur í Eldhrauni fyrir fimmtán árum en breyting varð á fyrir sex árum þegar alþjóðlegur hellaleiðangur undir stjórn ensks prófessors, Chris Woods, hóf þar kerfisbundna leit.Björn gengur svo langt að flokka einn hellinn, Iðrafossa, til helstu djásna íslenskrar náttúru, vegna magnaðrar vatnasinfóníu sem þar er. Sá hellir er um tveggja kílómetra langur, álíka langur og Surtshellir, en vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.Hann segir að þessa nýfundnu hella vera aðgengilega fyrir almenning. Heimamenn hafi lagt slóða langleiðina að þeim og unnið sé að því að setja upp skilti með leiðbeiningum.Til er samtímalýsing Jóns Steingrímssonar eldklerks á því þegar hraunið rann svo menn vita nokkurn veginn upp á viku hvenær í móðuharðindunum, þegar Lakagígar gusu, hellakerfið myndaðist. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ein mesta hellaþyrping landsins hefur fundist í Skaftáreldahrauni norðan Kirkjubæjarklausturs. Hellarnir, sem samtals eru yfir fimmtán kílómetra langir, hafa verið að koma í ljós í nokkrum alþjóðlegum rannsóknarleiðöngrum. Einn hellanna, tveggja kílómetra langur, þykir einstakt náttúrufyrirbæri þar sem vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.Fram til þessa hafa hellarnir í Hallmundarhrauni norðaustan Húsafells verið taldir mesta hellasvæði landsins en þar er Surtshellir frægastur ásamt Víðgelmi. En nú hefur nýtt auðugt hellasvæði uppgötvast. Það er í eystri tungu Eldhrauns, þeirri sem rann niður farveg Hverfisfljóts árið 1783. Björn Hróarsson hellafræðingur skýrir frá þessum fundi í nýútkominni bók sinni um íslenska hella og birtir þar myndir af þeim. Aðeins einn hellir var þekktur í Eldhrauni fyrir fimmtán árum en breyting varð á fyrir sex árum þegar alþjóðlegur hellaleiðangur undir stjórn ensks prófessors, Chris Woods, hóf þar kerfisbundna leit.Björn gengur svo langt að flokka einn hellinn, Iðrafossa, til helstu djásna íslenskrar náttúru, vegna magnaðrar vatnasinfóníu sem þar er. Sá hellir er um tveggja kílómetra langur, álíka langur og Surtshellir, en vatn sprautast inn í hann úr sprungum í loftinu.Hann segir að þessa nýfundnu hella vera aðgengilega fyrir almenning. Heimamenn hafi lagt slóða langleiðina að þeim og unnið sé að því að setja upp skilti með leiðbeiningum.Til er samtímalýsing Jóns Steingrímssonar eldklerks á því þegar hraunið rann svo menn vita nokkurn veginn upp á viku hvenær í móðuharðindunum, þegar Lakagígar gusu, hellakerfið myndaðist.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent