Þakplötur fuku og malbik fór af 30. janúar 2005 00:01 Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þakplötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Grjóthnullungar tókust á loft í vegaskarði við Möðrudal og skemmdust þar tveir bílar talsvert. Veðrið hafði þó gengið niður á flestum stöðum landsins um hádegi á sunnudag. Starfsmenn vegagerðarinnar í Vík lokuðu veginum við Mýrdalssand um eittleytið á aðfarnótt sunnudags af öryggisástæðum, en mikið leysingavatn rann yfir veginn á 300 metra kafla. Mikil rigning og hiti var á sandinum og sökum þess hversu mikill snjór var þar fyrir ruddist vatn ásamt klaka yfir veginn og þegar vatnshæðin var sem mest sást rétt í glitmerki á vegastikum. Lögreglan í Vík vaktaði veginn en vegagerðin tók hann í sundur á einum stað til að hleypa vatninu í gegn, og var vegurinn settur saman þegar vatnsstraumurinn hafði minnkað. Smávægilegar skemmdir urðu á veginum og þá helst að kantar losnuðu upp. Opnað var fyrir umferð um klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og var eðlileg umferð komin á skömmu eftir það. Skemmdir urðu einnig vegna hvassviðris á veginum í kringum Kvísker sunnan við Vatnajökul en í gærmorgunn náðu vindhviður á því svæði allt að 48 metrum á sekúndu. Á Möðrudalsöræfum, á veginum á milli Egilsstaða og Mývatns, fletti vindurinn malbikinu af veginum í heilu lagi og lagðist það saman, en um miðnætti á laugardag náði vindurinn þar 37 metrum á sekúndu í mestu hviðunum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hvassviðri var víðast hvar um landið um helgina og loka þurfti veginum við Mýrdalssand sökum vatnavaxta aðfaranótt sunnudags. Á Akureyri fuku þakplötur af raðhúsalengjum og vörubifreið fauk út af veginum rétt norðan við bæinn. Grjóthnullungar tókust á loft í vegaskarði við Möðrudal og skemmdust þar tveir bílar talsvert. Veðrið hafði þó gengið niður á flestum stöðum landsins um hádegi á sunnudag. Starfsmenn vegagerðarinnar í Vík lokuðu veginum við Mýrdalssand um eittleytið á aðfarnótt sunnudags af öryggisástæðum, en mikið leysingavatn rann yfir veginn á 300 metra kafla. Mikil rigning og hiti var á sandinum og sökum þess hversu mikill snjór var þar fyrir ruddist vatn ásamt klaka yfir veginn og þegar vatnshæðin var sem mest sást rétt í glitmerki á vegastikum. Lögreglan í Vík vaktaði veginn en vegagerðin tók hann í sundur á einum stað til að hleypa vatninu í gegn, og var vegurinn settur saman þegar vatnsstraumurinn hafði minnkað. Smávægilegar skemmdir urðu á veginum og þá helst að kantar losnuðu upp. Opnað var fyrir umferð um klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og var eðlileg umferð komin á skömmu eftir það. Skemmdir urðu einnig vegna hvassviðris á veginum í kringum Kvísker sunnan við Vatnajökul en í gærmorgunn náðu vindhviður á því svæði allt að 48 metrum á sekúndu. Á Möðrudalsöræfum, á veginum á milli Egilsstaða og Mývatns, fletti vindurinn malbikinu af veginum í heilu lagi og lagðist það saman, en um miðnætti á laugardag náði vindurinn þar 37 metrum á sekúndu í mestu hviðunum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira