Birting ákæru í Fréttablaðinu 13. ágúst 2005 00:01 Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Fréttablaðið birtir í dag ákæruna í Baugsmálinu, skýringar lögmanna sakborninga við einstaka ákæruliðum og viðtöl við Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Umfjöllunin birtist á átta blaðsíðum i miðopnu Fréttablaðsins. Fréttablaðið hefur ekki fengið útskrift af notkun kreditkorta, sem er huti ákærunnar. Efnistök sem þessi hafa ekki áður verið unnin af Fréttablaðinu en þekkjast í öðrum fjölmiðlum. Áður en ákvörðun var tekin um birtingu varð ritstjórn Fréttablaðsins að svara nokkrum spurningum. Sú sem var erfiðast að svara lýtur að Siðaskrá Fréttablaðsins, en í henni segir meðal annars: "Enginn fær send afrit af óbirtu efni. Ef viðmælendur óska, eru lesnar upp fyrir þá þeir kaflar, þar sem vitnað er í þá sjálfa í beinni eða óbeinni ræðu. Ekki er aflað viðtals með því að gefa kost á ritskoðun viðtalsins." Frá þessari annars ófrávíkjanlegu reglu var vikið vegna viðtalanna við Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Viðtölin voru send lögmönnum þeirra til yfirlestrar án þess að samþykkt væri ritskoðun eða vikið yrði frá upphaflegum texta með þeim hætti að innihald upphaflega textans breyttist í meginatriðum. Allt sem þeir sögðu í viðtölunum við blaðamenn og mikla þýðingu hefur er því í viðtölunum eins og þau birtast lesendum Fréttablaðsins. Til að gera svo veigamikla breytingum á vinnureglum þarf margt að koma til. Í ljósi þess að viðmælendurnir eru ákærðir menn í umfangsmiklu sakamáli og staða þeirra þess vegna viðkvæm var fallist á að lögmenn læsu viðtölin fyrir birtingu. Eflaust er óþarft að taka fram að Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru meðal helstu eigenda útgáfufélags Fréttablaðsins. Staða Fréttablaðsins við birtingu þessa efnis kann því að vera gagnrýni verð. Það er mat ritstjórnar Fréttablaðsins að láta eignarhaldið ekki hafa óæskileg áhrif, ekki nú frekar en áður, og birta allt það sem Fréttablaðið hefur um málið og viðtölin við feðgana Jóhannes og Jón Ásgeir. Með þeirri ákvörðun er lesendum Fréttablaðsins gert kleift að lesa ákæruna, fyrstu viðbrögð við henni og viðtöl við þá tvo menn sem sæta einna alvarlegustu ákærunum. Það er mat ritstjórnar að það sé skylda Fréttablaðsins að birta efni sem þetta, en eins og lesendur vita hefur Fréttablaðið mun meiri útbreiðslu en aðrir fjölmiðlar og þess vegna er ábyrgð þess mikil. Henni er sinnt með því að leggja mál á borð lesenda. Vissulega vantar rökstuðning ákæruvaldsins en hann mun koma fram innan skamms, þegar málið fær lögbundna meðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Baugsmálið Fastir pennar Sigurjón M. Egilsson Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira