Erlent

Stærsta bankarán í Brasilíu

Að minnsta kosti fjórum milljörðum króna var stolið í stærsta bankaráni frá upphafi í Brasilíu um helgina. Þjófnaðurinn uppgvötaðist ekki fyrr en í gærdag en ræningjarnir grófu yfir 200 metra löng göng og komust þannig inn í peningageymslur Banco Central bankans í borginni Fortaleza þar í landi. Þjófarnir grófu göngin frá húsi í grenndinni þar sem þeir þóttust starfrækja garðyrkjuþjónustu. Það vakti því engar grunsemdir þegar þeir losuðu sig smátt og smátt við mikið magn af jarðvegi en göngin lágu á fjögurra metra dýpi. Málið er nú í rannsókn og finnist þjófarnir eiga þeir yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×