Öryrkjar heyri undir félagsmál 25. febrúar 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira