Öryrkjar heyri undir félagsmál 25. febrúar 2005 00:01 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta kanna hvort ekki sé rétt að setja hluta af viðfangsefnum Tryggingastofnunar ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. "Við erum að láta skoða hvort ekki sé heppilegt að flytja lífeyristryggingarnar og örorkutryggingarnar hingað yfir, en sjúkratryggingarnar heyrðu áfram undir heilbrigðisráðuneytið," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Þetta yrði meiriháttar breyting á verkaskiptingu þessara tveggja ráðuneyta og myndi stækka félagsmálaráðuneytið gríðarlega. Heilbrigðismálaráðuneytið minnkaði að sama skapi, en færa má rök fyrir því að það sé nægjanlegt viðfangsefni eitt og sér að fást við heilbrigðismál," segir hann. "Ekki er ólíklegt að málin þróuðust með þeim hætti að málefni aldraðra og öryrkja heyrðu þá undir félagsmálaráðuneytið enda er hvorugt fyrst og fremst heilbrigðismál, heldur miklu frekar félagsmál." Árni bendir á að málefni fatlaðra heyri nú þegar undir félagsmálaráðuneytið, sömuleiðis búsetumál og því sé skynsamlegt að hafa umsjóna allra félagslegra bóta á einum stað. Árni segir að þessi áform tengist ekki fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar að skoða til hlítar auknar greiðslur örorkubóta undanfarin ár. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hluti viðfangsefna Tryggingastofnunar verði færð undir félagsmálaráðuneytið þá verði þau samræmd kerfi sem þegar er í vinnslu, og gengur út á að tryggja hvort atvinnuleysisbótaþegar séu á réttum stað í kerfinu. Til marks um hve mikið félagsmálaráðuneytið muni stækka, verði tilfærslan að veruleika, eru lífeyristryggingar nú um 35 milljarðar. Lífeyristryggingar ná yfir aldraða, öryrkja og foreldra eða framfærendur með börn sem njóta félagslegrar aðstoðar. "Til að setja þetta í samhengi kostar fæðingarorlofið nú allt að sex og hálfan milljarð og atvinnuleysisbætur eru nálægt fjórum milljörðum. Þetta yrði því margföld aukning," segir Árni. Breytingarnar gætu orðið að veruleika í lok þessa árs eða byrjun þess næsta.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira