Innlent

Fjárfest í bönkum í Noregi fyrir 40 milljarða króna á rúmu ári

MYND/Vísir

Íslandsbanki hefur fjárfest í bönkum í Noregi fyrir 40 milljarða króna á rúmu ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi bankans í Sendiráði Íslands í Osló í liðinni viku.

Að sögn Bjarna Ármannssonar, forstjóra Íslandsbanka, er þessi fjárfesting helmingur af efnahagsreikningi bankans, sem er þar með orðinn að norsk-íslenskum banka. Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar kynnti jafnframt íslenska fjármálamarkaðinn á fundinum og á eftir var gestum boðið upp á veitingar, að gömlum og góðum sið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×