Líklega gengið frá kaupum fyrir áramótin 1. desember 2005 18:30 Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót. Magnús staðfesti í samtali við fréttastofuna að hann ætti í viðræðum við Pál Samúelsson, aðaleiganda samnefnds félags, og að hann hefði gert tilboð í Toyota umboðið. Magnús sagði hins vegar að enn væru margir þröskuldar. Aðili tengdur málinu segir viðræður komnar það langt að líklegt þykir að niðurstaða fáist fyrir áramót. Annar heimildarmaður segir að í raun liggi fyrir samkomulag en beðið sé staðfestingar Toyota í Japan um að umboðið haldist áfram í félaginu eftir eigendaskipti. Ekki fást staðfestar upplýsingar um kaupverð en heimildarmenn telja það vera í kringum fimm milljarða króna. P. Samúelsson er stærsta bílaumboð landsins og hefur Toyota um árabil verið söluhæsta bílategundin. Á þessu ári stefnir í að fyrirtækið selji yfir 4.500 bíla og að veltan nálgist sautján milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Páls Samúelssonar og fjölskyldu hans. Nokkurt uppnám varð innan þess snemma á árinu þegar níu yfirmenn hættu skyndilega í kjölfar forstjóraskipta. Rótin að því uppgjöri er talin þau sinnaskipti Páls Samúelssonar að hætta við að selja fyrirtækið til stjórnendannaa. Nýtt söluferli hófst svo í haust og var reyndar einn hluti fyrirtækisins, Kraftvélar, seldur í síðustu vikur. Kaupandi var Ævar Þorsteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Kraftvéla. Flest bendir nú til þess að Magnús Kristinsson eignist félagið að öðru leyti. Magnús efnaðist af útgerð í Vestmannaeyjum en hefur síðar orðið einn af stærstu eigendum Straums-Burðaráss og enska knattspyrnufélagsins Stoke. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira
Magnús Kristinsson, útgerðarmaður, hefur gert tilboð í Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf. Búist er við að gengið verði frá kaupum hans á þessu stærsta bílaumboði landsins fyrir áramót. Magnús staðfesti í samtali við fréttastofuna að hann ætti í viðræðum við Pál Samúelsson, aðaleiganda samnefnds félags, og að hann hefði gert tilboð í Toyota umboðið. Magnús sagði hins vegar að enn væru margir þröskuldar. Aðili tengdur málinu segir viðræður komnar það langt að líklegt þykir að niðurstaða fáist fyrir áramót. Annar heimildarmaður segir að í raun liggi fyrir samkomulag en beðið sé staðfestingar Toyota í Japan um að umboðið haldist áfram í félaginu eftir eigendaskipti. Ekki fást staðfestar upplýsingar um kaupverð en heimildarmenn telja það vera í kringum fimm milljarða króna. P. Samúelsson er stærsta bílaumboð landsins og hefur Toyota um árabil verið söluhæsta bílategundin. Á þessu ári stefnir í að fyrirtækið selji yfir 4.500 bíla og að veltan nálgist sautján milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Páls Samúelssonar og fjölskyldu hans. Nokkurt uppnám varð innan þess snemma á árinu þegar níu yfirmenn hættu skyndilega í kjölfar forstjóraskipta. Rótin að því uppgjöri er talin þau sinnaskipti Páls Samúelssonar að hætta við að selja fyrirtækið til stjórnendannaa. Nýtt söluferli hófst svo í haust og var reyndar einn hluti fyrirtækisins, Kraftvélar, seldur í síðustu vikur. Kaupandi var Ævar Þorsteinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Kraftvéla. Flest bendir nú til þess að Magnús Kristinsson eignist félagið að öðru leyti. Magnús efnaðist af útgerð í Vestmannaeyjum en hefur síðar orðið einn af stærstu eigendum Straums-Burðaráss og enska knattspyrnufélagsins Stoke.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Sjá meira