Innlent

Frjálshyggjan á hröðu undanhaldi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar. MYND/GVA

Frjálshyggjan er á hröðu undanhaldi um allan heim, líka á Íslandi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar á flokksstjórnarfundi í morgun. Hún sagði stjórnmálabaráttuna á Íslandi standa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Ingibjörg Sólrún sagði íhalds- og frjálshyggjumenn allra landa reyna að tileinka sér anda og yfirbragð jafnaðarstefnunnar til að fóta sig á pólitísku landslagi þar sem frjálshyggjan væri á undanhalid. Hún sagði að það myndu þeir líka gera hér á landi en fólk ætti ekki að sætta sig við slæmar eftirlíkingar þegar frumgerðin væri í boði. Hún sagði fréttir síðustu mánaða staðfesta muninn á norræna kerfinu og því bandaríska sem reynslan hefði sýnt að væri mjög vanbúið til að takast á við ógnir sem að því steðja, af mannavöldum og náttúrunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×