Sport

Venst aldrei árásunum

NordicPhotos/GettyImages

Sol Campbell, varnarmaður Arsenal og fyrrum leikmaður Tottenham Hotspurs, segist aldrei muni venjast þeim óblíðu móttökum sem hann fær á gamla heimavelli sínum White Hart Lane og viðurkennir að hann taki það nærri sér.

Stuðningsmenn Tottenham hafa aldrei fyrirgefið Campbell fyrir að yfirgefa liðið árið 2001 og fara yfir til erkifjendanna Arsenal og eitt er víst að þeir hörðustu munu aldrei hætta að ausa yfir hann fúkyrðum þegar hann kemur á White Hart Lane.

"Ég venst þessu aldrei. Menn hafa alltaf sagt við mig að ég vendist þessu, en það er ekki rétt. Auðvitað venst maður ekki svona löguðu. Maður er vanur því að sé kannski baulað á allt lið manns, en þegar baulið og öskrin beinast öll það þér sjálfum, getur maður ekki hunsað það," sagði Campbel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×