Sport

Okkar bíður erfitt verkefni

Alex Ferguson segir að liði Manchester United bíði mjög erfitt verkefni í Meistaradeildinni eftir tapið gegn Lille í kvöld og segir að liðið verði einfaldlega að vinna tvo síðustu leiki sína í riðlinum ef það eigi að hafa möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin.

"Við verðum að taka okkur saman í andlitinu ef ekki á illa að fara í þessum riðli. Okkur hefur gengið vel á heimavelli og ég vona að það haldi áfram í næstu leikjum. Menn verða bara að hafa trú á því sem þeir eru að gera og við þurfum á sigrum að halda til að ná í sjálfstraustið," sagði Ferguson, sem vill meina að markaskortur sé ein aðalástæðan fyrir því.

United bíður erfitt verkefni í deildinni heimafyrir um helgina, en liðið mætir Chelsea á sunnudaginn. "Við verðum að ná hagstæðum úrslitum í þeim leik. Chelsea er með frábært lið og eiga skilið að vera á toppnum, en við eigum að vera með nógu gott lið til að vinna þá," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×