Sport

Manchester United tapaði fyrir Lille

NordicPhotos/GettyImages

Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Manchester United þurfti að sætta sig við 1-0 tap gegn Lille í Frakklandi, en betur gekk hjá Arsenal sem sigraði Sparta Prag 3-0. Thierry Henry skoraði eitt mark fyrir Arsenal og Robin van Persie skoraði tvö og Arsenal er öruggt áfram í keppninni. Barcelona burstaði Pananthinaikos 5-0 á Spáni.

Samuel Eto´o skoraði þrennu fyrir Barcelona og þeir Mark van Bommel og Messi bættu við sitt hvoru markinu. Club Brugge sigraði Rapid Vín 3-2 og Juventus lagði Bayern Munchen. David Trezeguet skoraði bæði mörk Juve í leiknum, en Deisler skoraði fyrir þýska liðið. Zlatan Ibrahimovic fékk að líta rauða spjaldið hjá Juve á lokamínútunni.

Werder Bremen sigraði Udinese í æsilegum leik 4-3 og Villareal vann Benfica á útivelli 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×