Sport

Crouch fer að skora mörk fljótlega

NordicPhotos/GettyImages

Hinn leggjalangi framherji Liverpool, Peter Crouch, hefur verið gagnrýndur nokkuð upp á síðkastið fyrir að ná ekki að skora mörk. Crouch kostaði Liverpool sjö milljónir punda í sumar og hefur enn ekki náð að skora í alvöru leik fyrir félagið.

Luis Garcia, félagi hans hjá Liverpool, segir að þó Crouch hafi verið gagnrýndur nokkuð fyrir markaleysið, hafi allir í búningsherbergjum Liverpool fulla trú á honum.

"Crouch hefur að vísu ekki verið að skora mörk, en hann er liðinu afar mikilvægur. Hann heldur boltanum vel og er alltaf að skapa færi fyrir félaga sína. Auðvitað þurfa framherjar að skora mörk, en ég er viss um að þau fara að detta inn hjá honum," sagði Garcia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×