Sport

Chelsea er undir í hálfleik

Leikmenn Betis fagna hér marki sínu gegn Chelsea
Leikmenn Betis fagna hér marki sínu gegn Chelsea NordicPhotos/GettyImages

Eiður Smári og félagar hans í Chelsea eru undir 1-0 í hálfleik gegn Real Betis í Meistaradeildinni og það var Dani sem skoraði mark heimamanna á 28. mínútu. Eiður Smári fór illa að ráði sínu þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri um miðjan hálfleikinn og var skipt útaf í kjölfarið. Liverpool hefur yfir gegn Anderlecht 1-0, þar sem Morientes skoraði mark enska liðsins.

Real Madrid hefur yfir 2-0 gegn Rosenborg, PSV er yfir 1-0 gegn AC Milan, Lyon er yfir 2-1 gegn Olympiakos, Schalke hefur yfir 1-0 gegn Fenerbahce, Porto er yfir gegn Inter 1-0 og Rangers hafa yfir 2-1 gegn Artmedia.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×