Sport

Félagið fer á hausinn ef það fellur

Steve Bruce nýtur ótrúlegs stuðnings stjórnar Birmingham, þó liðið sé í molum þessa dagana
Steve Bruce nýtur ótrúlegs stuðnings stjórnar Birmingham, þó liðið sé í molum þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

David Sullivan, sem er meðeigandi í knattspyrnuliði Birmingham, hefur fullyrt að engum fjármunum verði varið í að styrkja liðið í janúar af þeirri einföldu ástæðu að þeir séu ekki til. Hann bendir á að ef liðið nær ekki að rétta úr kútnum og afstýra falli í vor, muni félagið einfaldlega fara á hausinn.

"Í mínum huga er það morgunljóst að við getum ekki keypt okkur út úr þeim ógöngum sem liðið er komið í núna. Ég tel að við séum með eins góðan hóp og við höfum efni á og við verðum einfaldlega að ná að halda sæti okkar í deildinni með þeim efnivið sem fyrir er, annars er ég hræddur um að ekkert nema gjaldþrot bíði félagsins ef það fellur niður um deild," sagði Sullivan.

Stjórastóllinn undir Steve Bruce er sagður sá heitasti í úrvalsdeildinni þessa dagana, en Sullivan hefur gefið honum stuðningsyfirlýsingu sem er engri annari lík. "Mér er sama þó liðið vinni ekki annan leik á þessari leiktíð. Steve Bruce verður ekki látinn fara og að halda því fram að við séum að leita að eftirmanni hans er tómur þvættingur," sagði Sullivan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×