Sport

Bjarni ekki með Plymouth

Bjarni Guðjónsson var ekki í leikmannhópi Plymouth sem gerði markalaust jafntefli við Millwall í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Plymouth er nú í fjórða neðsta sæti af 24 liðum deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum á undan botnliði Millwall.

Fyrrverandi stjóri Stoke City, Tony Pulis, er nýtekinn við liði Plymouth en hann var einmitt rekinn frá Stoke vegna trega til þess að hafa útlendinga í sínu liði. Það er því spurning hvort Íslendingahatur hafi minnkað möguelika Bjarna á sæti í liðinu en hann hefur vermt varamannabekk liðsins að undanförnu.

Af 16 leikjum Plymouth á tímabilinu hefur Bjarni verið 6 sinnum í byrjunarliðinu og 4 sinnum komið inn á sem varamaður. Pulis sagði fyrir leikinn að allir sínir leikmenn væru heilir og því er ekki um meiðsli að ræða hvað fjarveru Bjarna varðar. Þá hefur hann aðeins litið gula spjaldið einu sinni á tímabilinu og því ekki í leikbanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×