Sport

Guðjón ósáttur þrátt fyrir sigur

Guðjón Þórðarson er langt frá því að vera sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 3-2 sigur Notts County á Bury í ensku D-deildinni í fótbolta í gær. Notts County komst í 3-0 með þrennu frá Glyyn Hurst og var þetta fyrsti sigur liðsins í rúma tvo mánuði. Guðjón segir í viðtali við Nottingham Evening Post að sínir menn hafi gert sér allt of erfitt fyrir þrátt fyrir að hafa náð þriggja marka forystu.

"Þetta var barátta alveg til loka vegna þess að Bury-menn vildu einfaldlega ekki gefast upp. Þegar við vorum komnir í 3-0 urðu leikmenn kærulausir sem við höfum ekki efni á að gera." sagði Guðjón. Leikurinn einkenndist af mikilli hörku, pústrum og hrindingum sem kostaði einn af bestu mönnum Guðjóns, Kelvin Wilson, gula spjaldið og verður hann þar af leiðandi í banni í bikarleiknum gegn Bristol City.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×